Innlent

Styrkur svifriks langt yfir heilsuverndamörkum um helgina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Magn svifryks var í lagi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Mynd/ PB.
Magn svifryks var í lagi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Mynd/ PB.
Styrkur svifryks fór yfir heilsuverndarmörk á mælistöð Reykjavíkurborgar við Grensásveg bæði á laugar- og sunnudag. Svifryksmengun var hins vegar innan marka í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem önnur mælistöð er staðsett. Veðurstofan spáir áfram þurrviðri, kulda og tölvuverðum vindi og því má búast við staðbundinni svifryksmengun í borginni næstu daga.

Styrkur svifryks verður um þessar mundir mestur þar sem ryk þyrlast upp á helstu umferðagötum og við opin framkvæmdasvæði. Starfsmenn Reykjavíkurborgar munu í nótt gera tilraun með að rykbinda götur þar sem von er á að svifryk fari yfir heilsuverndarmörk.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg mældist styrkur svifryks 119 míkrógrömm á rúmmetra laugardaginn og 82 á sunnudeginum. Heilsuverndarmörk á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×