Fleiri fréttir

Vinnuslys hjá BM Vallá

Starfsmaður BM Vallár slasaðist, en þó ekki alvarlega, þegar hann var að vinna ofan í þró á athafnasvæði fyrirtækisins í Höfðahverfi í Reykjavík um sexleytið í gærkvöldi.

Ólafur yfirgefur frjálslynda

Ólafur F. Magnússon, fulltrúi borgarstjórnarflokks F-listans í Reykjavík, ætlar að segja skilið við Frjálslynda flokkinn á borgarstjórnarfundi í dag. Í tilkynningu frá honum segir að hann ætli að verða óháður borgarfulltrúi og að hann stefni að nýju framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.

Eldur í lýsisflutningaskipi í Eyjum

Snögg og rétt viðbrögð áhafnar á erlendu lýsisflutningaskipi komu í veg fyrir að verr færi, þegar eldur kom upp í vélarrúmi skipsins þar sem það lá í Vestmannaeyjahöfn í gækvöldi og var að dæla lýsisfarmi um borð.

Aðstoðardeildarstjóri á Sogni: Ummælin tekin úr samhengi

„Ummælin eru algjörlega tekin úr samhengi," segir aðstoðdeildarstjóri réttargeðdeildarinnar að Sogni, Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, spurð út í umdeilda kynningu fyrir háskólanema þar sem vistmenn á Sogni voru sagðir óalandi og óferjandi.

Borgarahreyfingin lýsir yfir stuðningi við Hagsmunasamtök heimilanna

Þingflokkur Borgarahreyfingarinnar telja aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna íbúðaskulda ganga allt of skammt samkvæmt tilkynningu sem hreyfingin sendi frá sér fyrir stundu. Þar segir einnig að flokkurinn lýsi yfir stuðningi við meginkröfur Hagsmnassamtaka heimilanna.

Veikindi orsökuðu árekstur

Nokkuð var um slys á höfuðborgarsvæðinu í dag en bifreið ók aftan á aðra bifreið um hálf átta leytið í kvöld. Bíllinn sem olli slysinu endaði svo á ljósastaur. Talið er að veikindi ökumanns hafi orsakað áreksturinn og var ökumaðurinn fluttur á spítala. Hann reyndist ekki mikið slasaður.

Forseti þrýsti á formann Framsóknar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, beitti Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, þrýstingi að styðja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Lektor við Háskólann í Reykjavík segir enga kvöð hafa verið á formanni Framsóknarflokksins að sitja og standa eins og forsetinn vildi.

Siðlausir umhverfisþrjótar skjóta kynblending steypireyðar

Íslendingar eru útmálaðir sem siðlausir umhverfisþrjótar í þætti sem National Geographic-sjónvarpsstöðin sýnir nú um gervallan heim. Þar er sagt að Íslendingar hafi drepið kynblending steypireyðar og langreyðar og selt kjötið á Japansmarkað.

Eldur í lýsisskipi

Um sexleytið í dag var tilkynnt um eld í lýsisflutningaskipi sem lá við bryggju í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum. Allt tiltækt slökkvilð var kallað út. Þegar að var komið var nokkur reykur í vélarúmi skipsins en áhöfninni hafði tekist að slökkva eldinn með handslökkvitæki. Reykkafarar fóru niður í vélarrúm og gengu úr skugga um það að engin eldur væri laus. Eftir það var vélarrúmið reykræst. Eldsupptök voru þau að sjóðheitpústgrein hafði losnað úr festingu sinni og kveikt í nærliggjandi efni.

Landsmenn hamstra flensulyf

Landsmenn eru farnir að birgja sig upp af inflúensulyfjum. Salan á lyfjunum margfaldaðist í apríl þegar hátt í tvö þúsund skammtar seldust. Þeir skammtar sem hafa verið seldir eru þó ekki hluti af öryggisbirgðum Íslendinga.

Ásta Ragnheiður: „Ég er alltaf á vaktinni“

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, sendi frá sér yfirlýsingu í tilefni ummæla sem hún lét falla í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hún ekki hafa kynnt sér tillögur talsmanns neytanda vegna þess að hún hafði verið í helgarfríi. Vísir sagði síðan frá málinu.

Próflaus þjófur og hasssmyglari fyrir dómi

Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð þjófnaðar- og umferðarlagabrot í Reykjavík á síðasta ári. Mál á hendur manninum ásamt öðrum voru tekin fyrir í héraðsdómi í dag. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að keyra dópaður og próflaus gegnt rauðu ljósi sem endaði með því að hann keyrði á umferðarvitann. Maðurinn hefur áður misst bílprófið til æviloka. Einnig hefur hann verið ákærður fyrir að stela allt frá tveimur bjórflöskum upp í fartölvur og flatskjá. Þá reyndi hann að smygla hassi inn í fangelsi, falið í vasaljósi.

Gunnar í Krossinum kaupir skemmtibát á milljónir króna

Gunnar Þorsteinsson, oft kenndur við trúfélagið Krossinn, festi nýverið kaup á forláta skemmtibát í félagi með nokkrum vinum sínum. Gunnar segir að bátinn eigi að nota til skemmtisiglinga og sjóstangveiða en Gunnar hefur átt nokkra báta í gegnum tíðina.

Stríðshetja fær háþróaða gervifætur frá Össuri

Bandarískur hermaður, Lt. Col. Greg Gadson, fékk á dögunum gervifætur sem varla eiga sína líka í heiminum. Um er að ræða háþróaða rafdrifna fætur sem stoðtækjafyrirtækið Össur hannaði og framleiddi. Gadson missti báða fæturna þegar sprengja sprakk nálægt honum í Írak fyrir tveimur árum.

Alcoa segist stefna ótrautt á álver á Bakka

Ráðamenn Alcoa segja engan bilbug á fyrirtækinu að reisa álver á Bakka við Húsavík. Það hafi lagt tæpan milljarð króna í undirbúning og muni sækjast eftir endurnýjun viljayfirlýsingar í haust.

Unnur Brá hætt sem sveitarstjóri

Unnur Brá Konráðsdóttir, nýkjörin þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur látið af störfum sem sveitarstjóri Rangárþings eystra. Hún mun áfram sitja í sveitarstjórn.

Árekstur við Öskjuhlíðina

Árekstur átti sér stað nálægt Öskjuhlíðinni upp úr hálf átta í kvöld. Bifreið ók aftan á aðra bifreið. Ekki er vitað um meiðs á fólki og var lögreglan enn á vettvangi þegar haft var samband við varðstjóra.

Borgarahreyfingin gegn skammtímalækningum

Þinghópur Borgarahreyfingarinnar lýsir furðu sinni og vanþóknun á yfirlýsingum forsætisráðherra og viðskiptaráðherra vegna yfirvofandi greiðsluverkfalls, þetta kemur fram í tilkynningu sem hreyfingin sendi frá sér fyrr í dag.

Ætlar að gera Fiat næst stærsta

Í miðri kreppu vill stjórnandi Fiat gera fyrirtækið að næst stærsta bílaframleiðanda heims. Hann hefur áður ráðist í miklar framkvæmdir í niðursveiflu og þá á Íslandi.

Ísland í forystu hóps um verndun lífríkis Norðurslóða

Ísland tók við formennsku í vinnuhóp Norðurskautsráðsins um vernd lífríkis Norðurslóða á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins, sem haldinn var í Tromsö í Noregi í síðustu viku. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, er nýr formaður vinnuhópsins.

Magnús Árni nýr forstöðumaður

Magnús Árni Magnússon, stjórnmála- og hagfræðingur, hefur verið ráðinn forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Magnús tekur við starfinu af Friðrik H. Jónssyni, prófessor.

Rúmlega helmingur ók yfir hámarkshraða

46 voru staðnir að hraðakstri á Álfhólsvegi í Kópavogi á miðvikudag en þar var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði. Þá voru 141 ökumenn staðnir að hraðakstri á Strandvegi í Reykjavík á sama tíma.

Þingflokkar stjórnarflokkanna funda

Þingflokkar Samfylkingar og Vinstri grænna koma saman klukkan hálf tvö í dag og fara meðal annars fyrir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðunum og nefndarstarfi flokkanna. Undirnefndir þeirra um Evrópu-, stjórnskipunar- og ríkisfjármál hafa verið að störfum undanfarna daga.

Töluverð hreyfing á vinnumarkaði

Nokkur hreyfing virðist nú vera á vinnumarkaði og atvinnuleysið stendur að mestu leyti í stað. Töluverð hreyfing er á vinnuaflinu og er svipað streymi inn og út af atvinnuleysisskrá.

Skammur tími til að endurvekja tiltrú erlendra fjárfesta

Tíminn sem íslensk stjórnvöld hafa til að endurvekja tiltrú erlendra fjárfesta á íslensku efnahagslífi er stuttur að mati hagfræðiprófessors. Landsvirkjun gæti að óbreyttu lent í verulegum vandræðum með endurfjármögnun í lok næsta árs.

Beraði kynfærin í Bláa Lóninu

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart dreng í búningsklefa í Bláa Lóninu þarnn 7.apríl síðast liðinn. Málið var þingfest í héraðsdómi Reykjaness í morgun en manninum er gefið að sök að hafa berað kynfæri sín og sýnt drengnum. Síðan á hann að hafa strokið honum frá öxl og niður á rasskinn innan klæða.

Burðardýrin bentu á höfuðpaurinn

Tvær belgískar konur, Ewelina Marcinkowska og Hafida Aousti, voru fyrir helgi dæmdar í tíu mánaða fangelsi fyrir innflutning á rúmum 350 grömmum af kókaíni en efnin földu stúlkurnar innvortis. Önnur stúlknanna var með rúm 150 grömm og hin 220 grömm. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem þær hafa setið í frá 13.apríl.

Yfir 1000 staðfest svínaflensutilfelli

Staðfest tilfelli inflúensu A (H1N1) eða svínaflensunnar voru í morgun alls 1008 í nítján ríkjum í heiminum samkvæmt upplýsingum Sóttvarnarstofnunar Evrópusambandsins. Engin tilfelli inflúensunnar hafa verið staðfest hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Stal nesti og nýjum skóm

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur tuttugu og fimm ára gamalli konu fyrir tvö þjófnaðarbrot í Reykjavík á síðasta ári. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Ástand Duncans óbreytt

Ástand bandaríska tónlistarmannsins Duncan McKnight sem féll út um glugga á Skólavörðustígnum á föstudagsmorgun er óbreytt og er honum enn haldið sofandi í öndunarvél á Landspítalanum. Við fallið hlaut hann höfuðkúpubrot og innvortis áverka.

Stakk sambýlismann sinn í öxlina

Kona á sextugs aldri var handtekin í Grafarvogi um klukkan hálfþrjú í nótt eftir að hafa stungið sambýlismann sinn með hnífi. Maðurinn sem er á svipuðum aldri og konan særðist á öxl en er þó ekki alvarlega slasaður og hringdi hann sjálfur á lögregluna sem kom á vettvang og handtók konuna.

Framtíð Boston Globe óljós

Ekki er útilokað að dagblaðið Boston Globe hætti að koma út frá og með deginum í dag vegna fjárhagsvandræða.

Líkfundur í skógi í Danmörku

Lögreglan í Ringsted á Sjálandi rannsakar nú líkfund í skógi í nágrenni bæjarins en þar fann vegfarandi nokkur mannabein sem leiddu svo til þess að lögreglan fann niðurgrafnar jarðneskar leifar manneskju sem hafa legið í jörðu í allt að eitt ár.

Búast við kraftmeiri flensu í haust

Búast má við að svínaflensan skelli á Bretlandi af mun meiri krafti með haustinu, að sögn breska heilbrigðisráðherrans Alans Johnson sem bendir á að ýmis fyrri farsóttartilfelli hafi byrjað vægt en svo orðið mun sterkari í kjölfarið.

Bretar voru dregnir inn í Íraksstríðið

Bretar voru dregnir inn í stríðið í Írak þrátt fyrir að þátttaka í stríðinu hafi ávallt verið gegn þeirra betri vitund. Þetta segir Nigel Inkster, fyrrum yfirmaður hjá bresku leyniþjónustunni MI-6, og bætir því við að utanríkisráðuneyti landsins hafi sýnt mikla linkind

Danska konungsfjölskyldan stækkar

Maríu prinsessu og Jóakim prinsi af Danmörku fæddist sonur í nótt. Hann er 49 sentimetra langur og vegur rúmar tólf merkur. Hann fæddist aðeins fyrir tímann, en er þó við góða heilsu eins og móðirin.

Grásleppuafli minni en í fyrra

Grásleppuaflinn, það sem af er vertíðinni, er allt að fjórðungi minni en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir að fleiri bátar stundi veiðarnar nú en í fyrra. Aðalástæðurnar eru ógæftir fyrir norðan, stórviðri sem eyðilagði net um það bil 80 báta á norðursvæðinu og treg veiði vestur af landinu.

Fékk tóg í skrúfuna

Sjómaður á lítilli trillu fékk tóg í skrúfuna þegar hann var staddur skammt utan við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Við það drapst á vélinni og fór báturinn að reka. Sjómaðurinn kallaði eftir aðstoð og fór bátur út frá Hafnarfirði og sótti hann. Ekkert amaði að manninum.

Olíuflekkur í Kópavogshöfn

Olíuflekkur sást í Kópavogshöfn undir kvöld í gærkvöldi og var kallað á slökkviliðið. Það girti flekkinn af og dreifði yfir hann hreinsi- og felliefni.

Sjá næstu 50 fréttir