Erlent

44 brúðkaupsgestir látnir - Kúrdar grunaðir um voðaverk

Mardin liggur nálægt landamærum Sýrlands. Mynd/BBC
Mardin liggur nálægt landamærum Sýrlands. Mynd/BBC

Alls voru 44 gestir myrtir í brúðkaupsveilsu í suðaustur Tyrklandi samkvæmt þarlendum yfirvöldum. Árásarmenn réðust á brúðkaupið sem var haldið í þorpi nálægt borginni Mardin.

Kúrdískri uppreisnarmenn hafa áður ráðist til atlögu á svæðinu en ekki er ljóst hverjir árásarmennirnir voru. Fréttamiðlar í Tyrklandi grena frá því að gestir í veilsunni hafi margir hverjir aðstoðað tyrkneska hermenn í baráttunni við uppreisnarsveitir Kúrda.

Kúrdar hafa barist fyrir sjálfstæði síðan 1984. Meira en fjörtíu þúsund manns hafa látið lífið í átökum á milli Tyrkja og Kúrda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×