Innlent

Vinnuslys hjá BM Vallá

Starfsmaður BM Vallár slasaðist, en þó ekki alvarlega, þegar hann var að vinna ofan í þró á athafnasvæði fyrirtækisins í Höfðahverfi í Reykjavík um sexleytið í gærkvöldi. Áður en hann fór ofan í þróna hafði hann aftengt rafmagn að búnaði í þrónni, en annar starfsmaður vissi ekki af honum ofan í þrónni og tengdi búnaðinn aftur. Við það meiddist maðurinn, en komst upp úr þrónni af sjálfsdáðum og var fluttur á slysadeild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×