Innlent

Ástand Duncans óbreytt

Ástand bandaríska tónlistarmannsins Duncan McKnight sem féll út um glugga á Skólavörðustígnum á föstudagsmorgun er óbreytt og er honum enn haldið sofandi í öndunarvél á Landspítalanum. Við fallið hlaut hann höfuðkúpubrot og innvortis áverka.


Tengdar fréttir

Líklega um slys að ræða á Skólavörðustíg

Að sögn lögreglu er talið líklegast að maðurinn sem fannst liggjandi í blóði sínu í morgun á Skólavörðustíg hafi orðið fyrir slysi. Málið er nú í rannsókn en líklegt er talið að um slys hafi verið að ræða og ólíklegt þykir að ekið hafi verið á manninn eða á hann ráðist. Að sögn lögreglu er maðurinn með talsverða áverka og var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann liggur enn.

Líðan Duncans stöðug

Líðan bandaríska tónlistarmannsins Duncan McKnight sem féll út um glugga íbúðar við Skólavörðustíg á föstudagsmorgun er stöðug og er honum enn haldið sofandi.

Söngvari The Virgin Tongues slasaðist á Skólavörðustígnum

Söngvari bandarísku hljómsveitarinnar The Virgin Tongues, Duncan McKnight, slasaðist lífshættulega þegar hann féll ríflega tíu metra niður af þaki fjögurra hæða húss við Skólavörðustíg í gærmorgun. Honum var í gærkvöldi haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans.

Söngvarinn lífshættulega slasaður

Bandarískur tónlistarmaður sem féll af þaki húss við Skólavörðustíg í gærmorgun er mikið slasaður og enn í lífshættu.

Fannst alvarlega slasaður á Skólavörðustíg

Karlmaður fannst á Skólavörðustígnum snemma í morgun alvarlega slasaður. Lögregla rannsakar nú málið en verst allra frétta og ekki er vitað á þessari stundu hvort um slys eða líkamsárás hafi verið að ræða.

Slys á Skólavörðustíg: Höfuðkúpubrotinn með innvortis áverka

Maðurinn sem slasaðist þegar hann féll niður af fjögurra hæða húsi á Skólavörðustíg í morgun er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn vakthafandi læknis er maðurinn með innvortis áverka auk þess sem hann höfuðkúpubrotnaði. Líðan hans er eftir atvikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×