Innlent

Aðstoðardeildarstjóri á Sogni: Ummælin tekin úr samhengi

Valur Grettisson skrifar
Vistmenn á réttargeðdeildinni að Sogni eru ósáttir við ummæli sem aðstoðardeildarstjóri segir tekin úr samhengi.
Vistmenn á réttargeðdeildinni að Sogni eru ósáttir við ummæli sem aðstoðardeildarstjóri segir tekin úr samhengi.

„Ummælin eru algjörlega tekin úr samhengi," segir aðstoðdeildarstjóri réttargeðdeildarinnar að Sogni, Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, spurð út í umdeilda kynningu fyrir háskólanema þar sem vistmenn á Sogni voru sagðir óalandi og óferjandi.

RÚV greindi frá málinu í kvöld en þar kom fram að ummælin hefðu fallið í kynningu aðstoðadeildarstjórans fyrir lögfræðinema í Háskóla Reykjavíkur sem voru að kynna sér réttargeðdeildina að Sogni. Meðal þess sem kom fram í kynningunni var:

,,Við erum að sjá þessa einstaklinga sem hafa verið óferjandi og óalandi undanfarin ár. Þeir vilja auðvitað fá að vera í friði með sína neyslu eins og svo margir úti í samfélaginu...".

Þá segir einnig: ,,Þegar sjúklingur biður um eitthvað þarft þú ekki endilega að svara strax. [...] Við þurfum ekki að svara á stundinni, það skiptir miklu máli."

Þá er kafli undir yfirskriftinni ,,Losunarferli" þar sem rætt er um útskrift sjúklinga, samkvæmt frétt RÚV.

Sveinn Magnússon, framkvæmdarstjóri Geðhjálpar, gagnrýndi ummælin harkalega. Hann segir þau sýna óvirðingu.

Sjálf vildi Katrín ekki tjá sig efnislega um málið annað en að þarna hafi ummæli verið tekin úr samhengi, og að ekki hafi verið haft samband við hana vegna fréttarinnar.

Vistmenn eru ósáttir við kynninguna og munu eiga fund með landlækni á morgun samkvæmt RÚV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×