Innlent

Olíuflekkur í Kópavogshöfn

Kópavogshöfn.
Kópavogshöfn. MYND/BB.is

Olíuflekkur sást í Kópavogshöfn undir kvöld í gærkvöldi og var kallað á slökkviliðið. Það girti flekkinn af og dreifði yfir hann hreinsi- og felliefni. Hreinsunaraðgerðin stóð til klukkan tíu í gærkvöldi og er talið að æðarfugl hafi ekki skaðast af honum, en taslvert er jafnan um æðarfugl í höfninni. Talið er að olía hafi óvart lekið niður í niðurfall í bækistöð Hjálparsveitar skáta í Kópavogi, en þaðan liggur leiðsla út í höfnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×