Innlent

Ólafur yfirgefur frjálslynda

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon.

Ólafur F. Magnússon, fulltrúi borgarstjórnarflokks F-listans í Reykjavík, ætlar að segja skilið við Frjálslynda flokkinn á borgarstjórnarfundi í dag. Í tilkynningu frá honum segir að hann ætli að verða óháður borgarfulltrúi og að hann stefni að nýju framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Það verði undir einkunnarorðunum hreinskilni, hæfni, heiðarleiki, en á allt þetta skorti hjá núverandi meirihluta í borgarstjórn, segir Ólafur F. Magnússon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×