Innlent

Eldur í lýsisskipi

Eldur kom upp í lýsisskipi um sex leytið.
Eldur kom upp í lýsisskipi um sex leytið.
Um sexleytið í dag var tilkynnt um eld í lýsisflutningaskipi sem lá við bryggju í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum.

Allt tiltækt slökkvilð var kallað út. Þegar að var komið var nokkur reykur í vélarúmi skipsins en áhöfninni hafði tekist að slökkva eldinn með handslökkvitæki. Reykkafarar fóru niður í vélarrúm og gengu úr skugga um það að engin eldur væri laus. Eftir það var vélarrúmið reykræst. Eldsupptök voru þau að sjóðheitpústgrein hafði losnað úr festingu sinni og kveikt í nærliggjandi efni.
Skipið West Stream er 3500 tonna lýsisflutningaskip skráð Nassau á Bahamaeyjum. Það hafði komið til Vestmannaeyja í morgun til þess að taka 2200 tonna lýsisfarm og voru þegar kominn um780 tonn af lýsi um borð í skipið þegar eldurinn varð laus.

Að sögn slökkviliðsstjórans,Ragnars Baldvinssonar, er alltaf hætta á ferðum þegareldur verður laus við kringumstæður sem þessar en betur fór en á horfði og er það að þakka snöggum viðbrögð áhafnar og slökkviliðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×