Erlent

Líkfundur í skógi í Danmörku

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögreglan í Ringsted á Sjálandi rannsakar nú líkfund í skógi í nágrenni bæjarins en þar fann vegfarandi nokkur mannabein sem leiddu svo til þess að lögreglan fann niðurgrafnar jarðneskar leifar manneskju sem hafa legið í jörðu í allt að eitt ár. Rannsóknin er á frumstigi og vill lögregla ekki enn sem komið er tjá sig um hvort um mann eða konu er að ræða eða hvort viðkomandi hafi verið myrtur sem þó þykir sennilegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×