Innlent

Stakk sambýlismann sinn í öxlina

Kona á sextugs aldri var handtekin í Grafarvogi um klukkan hálfþrjú í nótt eftir að hafa stungið sambýlismann sinn með hnífi. Maðurinn sem er á svipuðum aldri og konan særðist á öxl en er þó ekki alvarlega slasaður og hringdi hann sjálfur á lögregluna sem kom á vettvang og handtók konuna.

Hún er nú í varðhaldi og verður hún yfirheyrð síðar í dag þegar hægt er en hún var í annarlegu ástandi þegar hún var handtekin að sögn lögreglu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×