Innlent

Stal nesti og nýjum skóm

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur tuttugu og fimm ára gamalli konu fyrir tvö þjófnaðarbrot í Reykjavík á síðasta ári. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Stúlkan er ákærð fyrir að hafa stolið gönguskóm að verðmæti 37.990 krónum í verslun Útilífs í Glæsibæ í nóvember á síðasta ári.

Hún er einnig ákærð fyrir að hafa stolið matvöru samtals að verðmæti 2.065 krónum í verslun 11-11 við Laugaveg í desember á síðasta ári.

Þess er krafist af hálfu Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að stúlkan verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×