Innlent

Yfir 1000 staðfest svínaflensutilfelli

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir.
Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. Mynd/GVA

Staðfest tilfelli inflúensu A (H1N1) eða svínaflensunnar voru í morgun alls 1008 í nítján ríkjum í heiminum samkvæmt upplýsingum Sóttvarnarstofnunar Evrópusambandsins. Engin tilfelli inflúensunnar hafa verið staðfest hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Engin tilfelli inflúensu A hafa verið staðfest hér á landi en sóttvarnalæknir og almannavarnadeild telja rétt að minna á að hin árlega inflúensa, sem gekk hér í vetur, er enn í gangi á Íslandi og hafa nokkur slík tilfelli verið greind hér á síðustu dögum. Engir sjúklingar með alvarleg einkenni inflúensu voru lagðir inn á Landspítalann um helgina.

Viðbúnaðarstig vegna yfirvofandi heimsfaraldurs er óbreytt hér landi og ekki áformað að grípa til róttækari aðgerða en þegar hefur verið gert.

„Áréttað skal að birgðir sem íslensk heilbrigðisyfirvöld ráða yfir af lyfjum gegn inflúensu A (H1N1), 100.000 skammtar, eru annars vegar Tamiflu (80.000 skammtar) og Relenza (20.000 skammtar). Þetta er tekið fram hér vegna þess að dæmi eru um að í fjölmiðlum hafi verið fullyrt að allar birgðirnar væru Tamiflu-lyf en það er sem sagt ekki rétt," segir í tilkynningunni.

Einkenni veikinnar eru enn sem komið er væg nema í Mexíkó. Á síðasta sólarhring voru staðfest 30 ný tilvik á Evrópska efnahagssvæðinu, þar af 24 á Spáni.

Annað stig
Þriðja stig
Fjórða stig
Fimmta stig



Fleiri fréttir

Sjá meira


×