Innlent

Gæsluvarðhald yfir Mávanesræningja staðfest

Ránið átti sér stað á Mávanesi.
Ránið átti sér stað á Mávanesi.

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir öðrum manninum sem ruddist inn á heimili aldraðra hjóna á Arnarnesinu fyrir um tveimur vikum síðan.

Mennirnir voru tveir þegar þeir ruddust inn á heimili hjónanna og héldu þeim föngnum. Annar mannanna beitti húsfreyjuna ofbeldi þegar hann sló hana þrisvar í höfðuðið í þeim tilgangi að rota hana. Það tókst ekki.

Er mennirnir luku verki sínu skipuðu þeir hjónum að liggja áfram niðri í um 10 mínútur. Að auki skáru þeir á símalínur á heimilinu. Mennirnir höfðu fimmtíu þúsund krónur upp úr ráninu auk farsíma, tölva og skartgripa.

Síðar kom í ljós að barnabarn hjónanna var viðriðin ránið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×