Innlent

Veikindi orsökuðu árekstur

Öskjuhlíð.
Öskjuhlíð.

Nokkuð var um slys á höfuðborgarsvæðinu í dag en bifreið ók aftan á aðra bifreið um hálf átta leytið í kvöld við Litlu hlíð, norðan megin við Öskjuhlíðina.

Bíllinn sem olli slysinu endaði svo á ljósastaur. Talið er að veikindi ökumanns hafi orsakað áreksturinn og var ökumaðurinn fluttur á spítala. Hann reyndist ekki mikið slasaður.

Um klukkan sex í kvöld varð vinnuslys upp á Höfða. Starfsmaður steypustöðvar var að hreinsa steypusíló. Hann hafði tekið rafmagnið af því til öryggis. Aftur á móti virðist einhver misskilningur hafa komið upp því annar starfsmaður setti rafmagnið aftur á sílóið og gangsetti það. Starfsmaðurinn ofan í sílóinu féll við það ofan í steypuaffall. Hann komst þó að sjálfsdáðum upp úr því og virtist hafa sloppið óvanalega vel. Hann var engu að síður færður á spítala til öryggis.

Þá kom upp mikill reykur í íbúð í Vesturbænum. Íbúarnir voru að heiman en urðu á að skilja pönnu eftir á logandi hellu. Úr varð mikill reykur. Slökkviliðið var kallað á vettvang sem reykræsti íbúðina.






Tengdar fréttir

Árekstur við Öskjuhlíðina

Árekstur átti sér stað nálægt Öskjuhlíðinni upp úr hálf átta í kvöld. Bifreið ók aftan á aðra bifreið. Ekki er vitað um meiðs á fólki og var lögreglan enn á vettvangi þegar haft var samband við varðstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×