Erlent

Léttvín í plastflöskum frá Foster's

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Wolf Blass er meðal þeirra víntegunda sem Foster's mun nú bjóða í plastumbúðum.
Wolf Blass er meðal þeirra víntegunda sem Foster's mun nú bjóða í plastumbúðum.

Ástralski vínframleiðandinn Foster's ríður nú á vaðið með léttvín í plastflöskum með umhverfissjónarmið fyrir augum. Plastið í flöskunum er látið líkjast gleri í útliti svo sem kostur er en á móti kemur þó að ekki þykir ráðlegt að geyma vínið lengur en í tólf mánuði í þessum nýju umbúðum sem Foster's setur að sjálfsögðu á markað undir heitinu „Green Label" sem vísar til umhverfisverndareiginleikanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×