Innlent

Burðardýrin bentu á höfuðpaurinn

Tvær belgískar konur, Ewelina Marcinkowska og Hafida Aousti, voru fyrir helgi dæmdar í tíu mánaða fangelsi fyrir innflutning á rúmum 350 grömmum af kókaíni en efnin földu stúlkurnar innvortis. Önnur stúlknanna var með rúm 150 grömm og hin 220 grömm. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem þær hafa setið í frá 13.apríl.

Stúlkurnar játuðu báðar skýlaust brot sín en óumdeilt þykir að þær hafi verið svokölluð burðardýr.

Í dómi héraðsdóms er sagt að þær hafi verið samvinnufúsar en þær bentu meðal annars á mynd hjá lögreglu af manni sem þær sögðu hafa skipulagt innflutninginn en það kemur til refsilækkunar. Stúlkurnar eru fæddar árið 1983 og 1978.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×