Fleiri fréttir

Bandaríkin biðja Þjóðverja um að taka við Guantanamo föngum

Bandarísk stjórnvöld hafa beðið þýsk stjórnvöld um að taka við föngum úr Guantanamo Bay fangabúðunum, samkvæmt upplýsingum frá talsmanni þýska innanríkisráðuneytisins. Talsmaðurinn sagði við AFP fréttastofuna að listi með nöfnum fanganna hefði borist ráðuneytinu. Það kemur svo í hlut ráðuneytisins að ákveða hvort fallist verður á beiðnina.

Kreppan mun bana 400 þúsund börnum

Að minnsta kosti 56 þúsund börn í Asíu munu látast vegna alheimskreppunnar. Þetta er mat Asíska þróunarbankans. Rajat Nag, forstjóri Asíska þróunarbankans, segir að allt eins megi tala um félagslega kreppu eins og efnahagskreppu.

Ingibjörg Sigurrós fundin

Stúlkan sem lýst var eftir í dag, Ingibjörg Sigurrós Sigurðardóttir, er komin í leitirnar, heil á húfi.

Leita hjónabandsráðgjafar vegna efnahagserfiðleika

Efnahagsaðstæður eru í öllum tilfellum nefndar sem ástæða fyrir því að fólk leitar sér hjónabandsráðgjafar, segir Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfirði. Þórhallur hefur sýnt málefnum hjóna mikinn áhuga í starfi sínu sem prestur. Bæði hefur hann verið með námskeið fyrir hjón og verið með einkatíma.

Líðan Duncans stöðug

Líðan bandaríska tónlistarmannsins Duncan McKnight sem féll út um glugga íbúðar við Skólavörðustíg á föstudagsmorgun er stöðug og er honum enn haldið sofandi.

Jörð skalf í Gvatemala

Jarðskjálfti, upp á 6,1 á Richter, skók Gvatemala í dagm, samkvæmt upplýsingum frá Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna.

Telur enn koma til greina að skila AGS láninu

Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og nýkjörinn þingmaður VG, vill fremur skila láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en að láta vaxtakostnað vegna lánsins bitna á stuðningi við fólk sem þarf aðstoð.

Sex fjallgöngumenn fórust í snjóskriðu

Sex fjallgöngumenn fórust um helgina í snjóskriðu í grennd við skíðasvæðið Sölden í Austurríki. Sjónarvottar létu vita af skriðunni í gær en vegna veðurs komust björgunarsveitir ekki á vettvang fyrr en í dag. Talið er að þeir hafi allir verið frá Tékklandi. Einn maður lifði af en hann hafði kosið að bíða í fjallakofa meðan félagar hans færu á tindinn.

Alls 658 tilfelli af H1N1 staðfest

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin upplýsti í dag að rannsóknarstofur hennar hefðu staðfest samtals 658 tilfelli af H1N1 flensunni í sextán löndum. Einnig var staðfest að sextán hefðu látist af hennar völdum í Mexíkó. Það er margfalt lægri tala en hingaðtil hefur verið nefnd. Enginn hefur látist í öðrum löndum sem veiran hefur náð til.

Slapp ómeiddur úr bílveltu á Þrengslavegi

Ökumaður slapp ómeiddur þegar að hann velti bíl sínum í Skógarhlíðabrekku á Þrengslavegi um sexleytið í morgun. Maðurinn gaf lögreglunni á Selfossi þær skýringar á veltunni að bleyta og ísíng hefði verið á veginum. Þá var ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur rétt fyrir ofan kambana. Lögreglan segir að maðurinn hafi keyrt á 130 kílómetra hraða á klukkustund og ekki í góðu ástandi til aksturs.

Eldur í leikskóla á Akranesi

Allt tiltækt slökkvilið var kallað að leikskólanum Teigarseli á Akranesi á tíunda tímanum í gærkvöld. Eldur læsti sig í húsinu og þurfti að rífa rjúfa klæðningu af húsinu og skjólvegg til þess að komast að rótum hans. Enginn var í húsinu á þessum tíma að sögn lögreglu.

Ætlar ekki að selja Porsche

Wolfgang Porsche, stjórnarformaður Porsche og ættfaðir annarar fjölskyldunnar sem á fyrirtækið, segir að fyrirtækið verði ekki selt Volkswagen verksmiðjunum.

Hlýrra veður í Danmörku en áður

Nánast hver einasti mánuður hefur verið hlýrri í Danmörku síðustu þrjú ár en að meðaltali árin þar á undan. Þetta sýna gögn sem Veðurstofan í Danmörku opinberar í dag.

Einungis einn Dani smitaður

Enn hefur einungis einn Dani smitast af H1N1 veirunni, sem áður var kölluð svínaflensa.. Þetta hefur Danmarks Radio, ríkisútvarpið í Danmörku, eftir heilbrigðiseftirlitinu þar. Sextán einstaklingar voru rannsakaðir þar í landi í dag en enginn reyndist vera smitaður.

Hjónabandsráðgjöf vinsælli vegna kreppunnar

Vaxandi áhyggjur af efnahagsmálum og aukið atvinnuleysi hefur leitt til þess að 40% fleiri kaþólsk pör á Írlandi leita sér hjónabandsráðgjafar, samkvæmt upplýsingum sem AFP fréttastofan hefur frá Kaþólsku kirkjunni.

Obama hvetur til varkárni gagnvart H1N1 veirunni

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann vildi fremur sýna of mikil en of lítil viðbrögð við svínaflensunni. Hann benti á að vísindamenn vissu enn of lítið um uppruna vírussins. Obama sagði, í útvarpsávarpi sínu í dag, að ólíkt öðrum afbrigðum af dýraflensu sem menn hafi orðið varir við væri hin nýja tegund af flensu að berast á milli manna. Það gæti aukið líkur á heimsfaraldri.

Líklegt að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu

Líklegt er að stjórnarflokkarnir nái samkomulagi um að þjóðin fái að taka afstöðu til niðurstöðu samninga um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Stjórnarmyndunarviðræðum lýkur væntanlega ekki fyrr en undir lok næstu viku.

Fimm fluttir á slysadeild eftir bílveltu

Bíll velti á Fjarðarheiði, Egilsstaðarmegin, um fimmleytið í morgun. Fimm voru í bílnum og voru þeir allir fluttir til aðhlynningar á Egilsstöðum. Einn þeirra var fluttur þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur, en lögreglan á Egilsstöðum telur að meiðsl hans séu minni en talið var í fyrstu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tildrög slyssins þau að dekk sprakk á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum.

Fá tæpar 18 milljónir hvor

Tveir heppnir Lottóspilarar skiptu á milli sín 1. vinningi í fimmföldum potti í kvöld. Hlýtur hvor rúmlega 17,8 milljónir. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Víkurskálanum, Vík í Mýrdal og Olís, Norðlingabraut 7 í Reykjavík.

Segir Hydroxycut efnið á Íslandi ólíkt því sem var innkallað

„Hydroxycut fitubrennsluefnið sem selt er á Íslandi hefur fengið samþykki Lyfjastofnunar, Matvælastofnunar og Hollustuverndar ríkisins. Um er að ræða efni sem sérstaklega er framleitt fyrir Evrópumarkað og hefur aðeins fengist í Evrópu og er fullkomnlega hættulaust," segir Svavar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fitnesssport á Íslandi.

Unnið að nýjum stjórnarsáttmála í dag

Forystumenn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hafa í dag átt fundi um gerð nýs stjórnarsáttmála og áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna. Vinnunni verður haldið áfram í kvöld og á morgun í starfshópum og á vettvangi forystumanna flokkanna. Vinnan gengur vel og í samræmi við áætlun, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Heiðmerkurárásin ekki tengd einelti

„Það er búð að ræða við alla nemendur í unglingadeildinni. Það var gert strax morguninn eftir af því að auðvitað eru þau skelfingu lostinn yfir því að samnemandi lendi í þessu," segir Brynhildur Ólafsdóttir,

Fyrsti japanski Pulitzerhafinn látinn

Yasushi Nagao, sem vann Pulitzer verðlaun fyrstur Japana, er látinn. Nagao, sem var ljósmyndari hjá dagblaðinu Mainichi Shimbun, lést í bænum Minimaiizu. Hann var 78 ára að aldri. Nagao vann Pulitzer verðlaunin árið 1961 fyrir mynd sem hann tók þegar formaður Sósíalistaflokksins, Inejiro Asanuma, var stunginn til bana þegar að hann hélt ræðu í Tokyo.

Skráði Land Cruiser á Steypustöðina

Hannes Sigurgeirsson, forstjóri Steypustöðvarinnar sem er í eigu hins ríkisrekna Íslandsbanka, ákvað að fyrirtækið keypti nýlega LandCruiser 120 bifreið fyrir hann af Helgarfellsbyggingum þar sem Hannes vann áður.

Varað við Hydroxycut

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur innkallað fjórtán tegundir að fæðubótarefninu Hydroxycut sem er nokkuð útbreitt á Íslandi meðal þeirra sem stunda líkamsrækt.

Söngvarinn lífshættulega slasaður

Bandarískur tónlistarmaður sem féll af þaki húss við Skólavörðustíg í gærmorgun er mikið slasaður og enn í lífshættu.

Vilja hópátak til að hætta að borga af lánum

Í grasrótinni eru menn að safna liði til að fara í hópátak um að hætta að borga af lánum sínum. Æ fleiri íhuga að fara í greiðsluverkfall, segir Þórður Björn Sigurðsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Samtökin hvetja fólk hvorki né letja til að hætta að borga.

Ingólfur Snær fundinn

Ingólfur Snær Víðisson, 13 ára piltur sem lögreglan lýsti eftir, er fundinn. Lögreglan lýsti eftir Ingólfi í morgun en ekkert hafði spurst til hans síðan á fimmtudaginn. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Ingólfur hafi fundist eftir að lýst var eftir honum í fjölmiðlum.

Myndi hafa áhrif ef 1% þjóðarinnar stunduðu innhverfa íhugun

Kvikmyndaleikstjórinn David Lynch segir að ef aðeins eitt prósent Íslendinga legðu stund á innhverfa íhugun myndi það hafa stórkostleg áhrif á hag og uppgang þjóðarinnar. Þetta sagði Lynch á blaðamannafundi sem haldinn var í Ráðhúsinu fyrir hádegi.

Lögreglan lýsir eftir Ingólfi Snæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ingólfi Snæ Víðissyni 13 ára. Hann skilað sér ekki heim úr skólanum á fimmtudaginn 30 apríl síðastliðinn. Síðast er vitað um Ingólf í Hamraborg í Kópavogi um klukkan 15 þann 30. apríl.

Geta ekki handtekið sjóræningja við Sómalíu

Alþjóðlegi gæsluflotinn sem reynir að hindra sjórán undan ströndum Sómalíu varð í gær enn einu sinni að sleppa sjóræningjum sem þeir höfðu tekið höndum. Þegar norskt olíuskip sendi út neyðarkall vegna árásar brást portúgölsk freigáta skjótt við.

Bíll valt út í sjó

Tveir menn sluppu ómeiddir þegar bifreið þeirra velti á Leiruvegi á leið til Akureyrar á þriðja tímanum í nótt. Bíllinn staðnæmdist úti í sjó og þar er hann enn. Tildrög óhappsins voru þau að ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á honum þegar að hann fór í lausamöl. Að sögn lögreglunnar verður það verkefni dagsins hjá eiganda að ná bílnum úr sjónum.

Sjá næstu 50 fréttir