Erlent

Búast við kraftmeiri flensu í haust

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Alan Johnson, heilbrigðisráðherra Bretlands.
Alan Johnson, heilbrigðisráðherra Bretlands.

Búast má við að svínaflensan skelli á Bretlandi af mun meiri krafti með haustinu, að sögn breska heilbrigðisráðherrans Alans Johnson sem bendir á að ýmis fyrri farsóttartilfelli hafi byrjað vægt en svo orðið mun sterkari í kjölfarið.

Staðfest svínaflensutilfelli í Bretlandi eru nú 18 en verið er að greina rúmlega 700 manns. Einkaskóla í London hefur verið lokað tímabundið eftir að 14 ára stúlka þar greindist með flensuna og eins eru tveir Ástralar í einangrun á bresku sjúkrahúsi eftir að hafa komið þangað frá Mexíkó og greinst með flensuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×