Erlent

Sextán drepnir í tyrknesku brúðkaupi

Tyrkland
Tyrkland

Sextán manns voru drepnir í brúðkaupsveislu í suðaustur Tyrklandi fyrr í kvöld samkvæmt fréttavefnum BBC.

Hópur manna vopnaðir sprengjum og sjálfvirkum rifflum réðust á fólkið sem var í brúðkaupsveislu í þorpi nálægt Mardin í Tyrklandi.

Fjöldi manna eru einnig særðir eftir árásina.

Ekki er ljóst hverjir voru að verki en kúrdískir uppreisnarmenn eru grunaðir um árásina en yfirvöld hafa háð baráttu við Kúrda á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×