Innlent

Þingflokkar stjórnarflokkanna funda

Frá þingflokksfundi Samfylkingarinnar 27. apríl sl.
Frá þingflokksfundi Samfylkingarinnar 27. apríl sl. Mynd/Pjetur
Þingflokkar Samfylkingar og Vinstri grænna koma saman klukkan hálf tvö í dag og fara meðal annars fyrir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðunum og nefndarstarfi flokkanna. Undirnefndir þeirra um Evrópu-, stjórnskipunar- og ríkisfjármál hafa verið að störfum undanfarna daga.

Forystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna funda síðar í dag í stjórnarráðinu.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist í gær eiga von á að myndun nýrrar ríkisstjórnar stjórnarflokkanna ljúki um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×