Fleiri fréttir

Fast þeir sóttu sjóinn

Mikil ásókn er nú í að komast á sjóinn, en á sama tíma í fyrra voru hvað eftir annað dæmi þess að brottför skipa tefðist á meðan verið var að fullmanna skipin.

Samfylkingarmenn í Skagafirði krefjast hreinsana

Tafarlaust verður að hreinsa til í stjórn- og fjármálakerfum þjóðarinnar svo þau verði hafin yfir allan grun um spillingu, segir í ályktun Samfylkingarfélagsins í Skagafirði.

Alþingi tekur afstöðu til IMF-lánsins

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun taka lánabeiðni Íslendinga fyrir á fundi sínum á morgun og á Geir H. Haarde von á því afstaða stjórnarinnar liggi fyrir annað kvöld. Þetta kom fram í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins.

Varaði við lögum sem brjóta gegn stjórnarskránni

,,Þetta er hneyksli. Mér finnst ömurlegt að vera á þingi sem lögfræðingur og þurfa að þola svona. Það er ömurleg tilfinning. Það er grunnskylda þingmanna að standa vörð um stjórnarskrána," segir Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna um lög sem samþykkt voru á Alþingi í seinustu viku sem fela í sér breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki.

Guðna þakkað fyrir störf í þágu flokks og þjóðar

Framsóknarfélag Garðabæjar og Álftaness þakkar Guðna Ágústssyni gifturík störf í þágu þjóðar þau rúmlega 20 ár sem hann hefur átt sæti á Alþingi. Þetta kemur fram í ályktun sem almennur félagsfundur félaganna samþykkti í kvöld.

Laun ekki lækkuð á Landsspítalanum

Eins og fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld stendur til að minnka launsakostnað á Landspítalnum. Það verður þó ekki gert með launalækkunum starfsfólks heldur með algjöru yfirvinnubanni sem og öðrum aðferðum sem nú er unnið að.

Guðni vildi ekki tjá sig í morgun

Fréttastofa freistaði þess í morgun að ná tali af Guðna Ágústssyni, áður en hann flaug til sólarlanda, um ástæður þess að hann sagði af sér sem formaður og þingmaður Framsóknarflokksins í gær.

Þingmenn brutu vísvitandi stjórnarskrána

Lög sem samþykkt voru á Alþingi í seinustu viku sem fela í sér breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki brjóta gegn stjórnarskrá Íslands, að mati Ragnars H. Hall hæstaréttarlögmanns. Hann var gestur Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag fyrr í kvöld.

Ræða Davíðs var pólitísk

Stjórnarformaður Auðar Capital, Halla Tómasdóttir, segir að ræða Davíð Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, á fundi Viðskiptaráðs í morgun hafi fyrst og fremst verið pólitísk. Í Kastljósi fyrr í kvöld gerði hún athugasemd við að í klukkutíma langri ræðu hafi Davíð ekki talað um peningamálastefnuna og jafnframt ekki litið fram á veginn.

Segir gagnrýni Davíðs óréttláta og óskynsamlega

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir gagnrýni Davíðs Oddssonar á eftirlitið bæði óréttláta og óskynsamlega. Það hafi sinnt hlutverki sínu eins og lög kveði á um.

Vandamál Davíðs að hann kemur úr stjórnmálum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir vandamál Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra það að hann komi úr stjórnmálum og hafi verið þar virkur þáttakandi í 17 ár og troðið illsakir við mjög marga.

Jón Ásgeir: Seðlabankastjóri verður að líta sér nær

Jón Ásgeir Jóhannesson lýsir furðu sinni á ummælum Davíðs Oddssonar í ræðu hjá Viðskiptaráði í morgun. Davíð gerði þar að umtalsefni að bankarnir hefðu lánað einum manni þúsund milljarða og vísaði þar væntanlega til Jóns Ásgeirs.

Óveður við Kvísker og á Mýrdalssandi

Óveður er við Kvísker og á Mýrdalssandi á Suð-Austurlandi. Vegagerðin varar einnig við mikilli hálku á Öxi á Austfjörðum og á Hrafnseyrarheiði á Vestfjörðum.

Uppsagnir líklegar á Landspítalanum

Laun verða lækkuð og fólki verður að öllum líkindum sagt upp segir Hulda Gunnlaugsdóttir, nýr forstjóri Landspítalans. Hún leggur þó áherslu á að þjónusta við sjúklinga verði ekki skert.

Til greina kemur að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið

Forsætisráðherra segir að til greina komi að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið og bráðlega verði skipað í rannsóknarnefnd vegna hruns bankanna, þar sem allt verði undir. Sagan sýnir að æðstu embættismönnum hefur verið skipt út við sameiningu stofnana.

Samfylkingarþingmenn ræddu ekki ummæli Davíðs

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að algjör samstaða þurfi að vera á milli ríkisstjónar og Seðlabanka þegar taka á á móti fjármunum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og búa til viðspyrnu hér á landi.

Sex handteknir eftir húsleit

Fíkniefni fundust við húsleit í Reykjavík á föstudagskvöld. Sex karlar voru handteknir og reyndist einn þeirra jafnframt vera eftirlýstur fyrir aðrar sakir.

Einum sleppt úr haldi í rannsókn á andláti manns í sumarbústað

Lögreglan á Selfossi hefur sleppt einum fjórmenninganna sem verið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti manns í sumarbústað í Grímsnesi fyrir rúmri viku. Sá hefur jafnframt verið úrskurðaður í farbann til 18. febrúar á næsta ári.

Dómari víkur ekki í máli gegn Jóni Ólafssyni

Hæstiréttur hefur staðfest þann úrskurð Símons Sigvaldasonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, að hann víki ekki sæti í máli ákæruvaldsins á hendur Jóni Ólafssyni athafnamanni og þremur öðrum vegna meintra skattalagabrota.

Segir ríkisstjórnina ekki hafa skaðast vegna ummæla Davíðs

Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir rétt að Davíð Oddsson hafi varað ríkisstjórnina við ástandinu líkt og seðlabankastjóri sagði í ræðu á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í morgun. Árni segir að í kjölfarið hafi m.a verið farið í það að efla gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans.

Gísli ekki á borgarstjórnarfundi í dag

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur mætt á fjóra af sjö borgarstjórnarfundum frá því nýr meirihluti tók við í Reykjavík í 21. ágúst. Hann var ekki á fundi borgarstjórnar í dag.

Bankamálaráðherra sat ekki fund með Davíð um stöðu bankanna

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir gagnrýni Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á stjórnvöld vegna viðvarana um stöðuna í bankakerfinu hafa komið á óvart. Hann vísar enn fremur í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika en þar kom fram að bankakerfið stæði traustum fótum.

Nýr evrópskur menningarvefur á netinu

Á fimmtudaginn kemur opnar á Netinu nýr evrópskur menningarvefur, europeana.eu. Þar verða allar helstu menningarperlur Evrópuþjóðanna aðgengilegar öllum sem hafa aðgang að Netinu. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er fulltrúi Íslendinga í þessu sameiginlega verkefni Evrópuþjóðanna.

Þorsteinn Kragh áfram í gæsluvarðhald

Þorsteinn Kragh sem setið hefur í varðhaldi vegna fíkniefnamáls sem kom upp á Seyðisfirði í byrjun júní, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna.

Tveir seðlabankamenn í stjórn Fjármálaeftirlitsins

Davíð Oddsson seðlabankastjóri gagnrýndi Fjármálaeftirlitið nokkuð á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í morgun. Vék hann að því í máli sínu að árið 1998 hefði allt bankaeftirlit verið flutt frá Seðlabankanum og yfir í Fjármálaeftirlitið. Heimildir þess sem voru allvíðtækar fyrir, hafi verið auknar og fjárframlög til þess stórlega vaxið á síðustu árum. Tveir seðlabankamenn sitja í stjórn FME.

Leggja til ítarlegar hugmyndir til atvinnuuppbyggingar

Samtök iðnaðarins leggja til gjaldeyrissparnað með því að velja íslenskt, breytingar á skattamálum, auknar framkvæmdir og meiri nýsköpun ásamt sókn í menntamálum til þess að byggja aftur upp atvinnu- og efnahagslíf landsins. Samtökin unnu skýrslu um málið sem lögð var fyrir vinnuhóp á vegum ríkisstjórnarinanr sem vinnur að atvinnusköpun.

Bráðabirgðasamningur við Færeyinga undirritaður

Fjármálaráðherra Færeyja, Jóannes Eidesgaard, og fjármálaráðherra Íslands, Árni Mathiesen, undirrituðu á hádegi í dag, þriðjudag, bráðabirgða lánssamninginn milli færeysku landsstjórnina og íslensku stjórnina.

Fyrrverandi sveitarstjóri ákærður fyrir stórfelldan fjárdrátt

Brynjólfur Árnason, fyrrverandi sveitarstjóri Grímseyjarhrepps, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt í opinberu starfi sem nemur á bilinu 15-20 milljónum króna á þriggja ára tímabili. Ákæra á hendur honum verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra á morgun.

Guðlaugur Þór kynnir heilsustefnu

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnti í dag heilsustefnu sína á fundi þar sem voru saman komnir flestir þeir sem taka þátt í að hrinda stefnunni í framkvæmd.

Vilja aðildarviðræður við ESB og að Seðlabankastjórn víki

Bankastjórn og bankaráð Seðlabanka á að víkja frá tafarlaust, hefja á aðildarviðræður við ESB og fella á eftirlaunalögin úr gildi. Nái ríkisstjórnarflokkarnir ekki saman um ofantalin atriði á Samfylkingin að slíta stjórnarsamstarfinu og stuðla að því að boðað verði til Alþingiskosninga eins fljótt og auðið er.

Þakkaði Færeyingum fyrir aðstoðina

Færeyingar sýndu Íslendingum einstakan vinarhug þegar þeir ákváðu að lána 300 milljónir danskra króna í gjaldeyrisvaraforða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýtti tækifærið og þakkaði Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja fyrir aðstoðina, á blaðamannafundi sem þau héldu í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

Segir Guðna ekki hafa verið dónalegan við ungliða

Bryndís Gunnlaugsdóttir formaður Ungra framsóknarmanna segir ungliða flokksins hafa gagnrýnt flokksforystuna í heild sinni á miðstjórnarfundi flokksins um helgina. Hún segir Guðna ekki hafa verið dónalegan, umræðurnar hafi verið beinskeyttar og heiðarlegar.

Hvalur hf. fær innflutningsleyfi í Japan fyrir 60 tonnum

Hvalur hf. fær innflutningsleyfi fyrir þeim 60 tonnum af langreyðarkjöti sem legið hafa í tollgeymslu í Japan síðan í júní. Þetta hefur BBC-fréttastofan eftir háttsettum embættismanni í japanska viðskiptaráðuneytinu.

Farþegum fjölgar í strætó

Farþegum Strætó hefur fjölgað umtalsvert á helstu akstursleiðum og þeir nota Strætó oftar. Samkvæmt talningu sem Strætó bs. framkvæmir í október ár hvert er fjölgun farþega frá síðasta ári umtalsverð á helstu leiðum og allt upp í 35% á einstaka leiðum.

Talibanar funda með afgönskum stjórnvöldum

Fulltrúar afganskra stjórnvalda munu á næstunni eiga fund með fyrrverandi liðsmönnum talibana í Sádi-Arabíu. Tilgangurinn er að reyna að binda enda á skæruhernað talibana.

Frumvarp um greiðslujöfnun samþykkt samdægurs

Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, um breytingu á lögum um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga var samþykkt á Alþingi í gær sama dag og það var lagt fram.

Fengu aðkenningu að reykeitrun

Eldur og reykur ógnaði lífi og heilsu bæði fólks og hesta í tveimur eldsvoðum í nótt en engan sakaði. Töluvert eignatjón varð í báðum tilvikum.

Ekki verið að rannsaka neitt, segir Davíð

Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann krefjast þess að opinber rannsókn með aðkomu erlendra sérfræðinga fari fram á aðdragana bankahrunsins. Nú sé ekki verið að rannsaka neitt og almenningur fái því ekki að vita hvað gerðist í raun og veru

Sjá næstu 50 fréttir