Innlent

Gísli ekki á borgarstjórnarfundi í dag

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson.

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur mætt á fjóra af sjö borgarstjórnarfundum frá því nýr meirihluti tók við í Reykjavík í 21. ágúst. Hann var ekki á fundi borgarstjórnar í dag.

Síðsumars hóf Gísli eins árs nám í Edinborg í Skotlandi en hann heldur launum sem borgarfulltrúi þrátt fyrir að dvelja erlendis. Gísli er 2. varaforseti borgarstjórnar.

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Gísla harðlega fyrir að ætla að sinna borgarfulltrúastörfum frá Edinborg. 18. ágúst sagði Gísli að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins styddi einhuga ákvörðun sína.

„Það var samdóma álit mitt og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að ég gæti gegn störfum 2. varaforseta þrátt fyrir að ég væri í námi erlendis," sagði Gísli Marteinn í samtali við Vísi 21. ágúst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×