Innlent

Segir ríkisstjórnina ekki hafa skaðast vegna ummæla Davíðs

Árni Mathiesen fjármálaráðherra.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra.

Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir rétt að Davíð Oddsson hafi varað ríkisstjórnina við ástandinu líkt og seðlabankastjóri sagði í ræðu á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í morgun. Árni segir að í kjölfarið hafi m.a verið farið í það að efla gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans.

Árni sagði við fréttamenn niður í Alþingi fyrir stundu að hann hefði setið fund með þeim Geir og Davíð þar sem þessi mál voru rædd. Ingibjörg Sólrun hafi einnig verið á fundinum og líklegast Jóhanna Sigurðardóttir.

Árni segist ekki telja að ríkisstjórnin hafi skaðast vegna ummæla Davíðs en telur eðlilegt að Davíð hafi svarað fyrir sig í morgun, þar sem hart hafi verið sótt að honum undanfarnar vikur.

Fjármálaráðherra vildi ekki svara spurningu Helga Seljans fréttamanns Kastljóss um hvort hann treysti seðlabankastjóra í embætti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×