Innlent

Guðni vildi ekki tjá sig í morgun

Fréttastofa freistaði þess í morgun að ná tali af Guðna Ágústssyni, áður en hann flaug til sólarlanda, um ástæður þess að hann sagði af sér sem formaður og þingmaður Framsóknarflokksins í gær.

Það kom samflokksmönnum Guðna á óvart þegar hann sagði af sér formennsku og þingmennsku í gær. Guðni vildi ekki veita fréttastofu Stöðvar 2 viðtal í framhaldinu.

Fréttastofan gerði tilraun til að ná tali af Guðna og tók hann tali fyrir utan heimili sitt í morgun þegar hann á var á leið til Spánar.

Aðspurður hvort hann væri hættur öllum afskiptum af stjórnmálum sagði Guðni: ,,Heyrðu vinur, ég sendi fjölmiðlum bréf og bað um svigrúm og frið. Það gengur jafnt yfir alla í því. Fyrirgefðu og farðu heim."

Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöld var því haldið fram að Guðni Ágústsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, hækkaði í launum við að hætta á þingi. Það er rangt og biður Stöð 2 Guðna afsökunar á því. Guðni lækkar um rúmar tvö hundruð og áttatíu þúsund krónur á mánuði við afsögn sína.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×