Innlent

Þingmenn brutu vísvitandi stjórnarskrána

Ragnar H. Hall.
Ragnar H. Hall.

Lög sem samþykkt voru á Alþingi í seinustu viku sem fela í sér breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki brjóta gegn stjórnarskrá Íslands, að mati Ragnars H. Hall hæstaréttarlögmanns. Hann var gestur Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag fyrr í kvöld.

Sett voru sérstök ákvæði um þá stöðu sem upp kemur ef bankastofanir óska eftir heimild til greiðslustöðvunar.

,,Ég tel að þar hafi menn brotið mjög gróflega gegn stjórnarskránni vegna þess að í lögunum er ákvæði sem bannar að mál sé höfðað gegn fjármálafyrirtækjum ef þau fara í greiðslustöðvun," sagði Ragnar.

Ragnar sagði að með lögfestingu Mannréttindasáttmála Evrópu hafi Íslendingar sett ákvæði í stjórnarskrána sem segi að hver maður eigi rétt á því að bera réttarágreining undir óháðan og sjálfstæðan dómstól án ástæðulausrar tafar. Nýju lögin séu því inngrip í þann rétt og um leið stjórnarskrárbrot.

Ragnar sagði að það færi ekki á milli mála að margir þingmenni hafi vitað þegar lögin voru sett að þau væru andstæðum þessum ákvæðum í stjórnarskránni.

Viðtal Sölva við Ragnar er hægt að nálagst hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×