Innlent

Einum sleppt úr haldi í rannsókn á andláti manns í sumarbústað

Lögreglan á Selfossi hefur sleppt einum fjórmenninganna sem verið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti manns í sumarbústað í Grímsnesi fyrir rúmri viku. Sá hefur jafnframt verið úrskurðaður í farbann til 18. febrúar á næsta ári.

Að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Selfossi, er rannsókn málsins enn í gangi og segir hann rannsókn á blóðferlum hafa varpað skýrara ljósi á málið. Mynd lögreglunnar af málinu hafi skýrst mikið en enn eigi eftir að styðja hana, meðal annars með niðurstöðum í rannsókn tæknideildar á vettvangi og krufningu á hinum látna.

Bráðabirgðaniðurstaða úr krufningu á manninum bendir til þess að maðurinn hafi hlotið áverka af manna völdum sem leitt hafi til dauða hans.

Fernt var handtekið vegna málsins og sat í varðhaldi, tveir karlar og tvær konur. Fólki er allt frá Litháen. Ólafur Helgi segir að játning liggi ekki fyrir í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×