Innlent

Alþingi tekur afstöðu til IMF-lánsins

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun taka lánabeiðni Íslendinga fyrir á fundi sínum á morgun og á Geir H. Haarde von á því afstaða stjórnarinnar liggi fyrir annað kvöld. Þetta kom fram í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins.

Alþingi verður að taka afstöðu til þess hvort að vilji sé fyrir því að fara þá leið að fá lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, samkvæmt Geir. Samþykki Alþingi lánið fyrir sitt leyti sagðist Geir eiga vona á því að hluti lánsins geti komið til greiðslu tæpri viku eftir að samþykki Alþingis liggi fyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×