Innlent

Uppsagnir líklegar á Landspítalanum

Laun verða lækkuð og fólki verður að öllum líkindum sagt upp segir Hulda Gunnlaugsdóttir, nýr forstjóri Landspítalans. Hún leggur þó áherslu á að þjónusta við sjúklinga verði ekki skert.

Fjármálaráðuneytið sendi póst til allra ráðuneyta á föstudag sem í stóð að þau skyldu skera niður kostnað um 10% af ársveltu sinni. Í samtali við Böðvar Jónsson, aðstoðarmann Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði hann að þetta væri í raun ekki skipun heldur beiðni um að menn athugi hvar hægt væri að skera niður.

Heilbrigðisráðuneytið áframsendi póstinn til allra sjúkrastofnana landsins og segir Hulda að unnið sé að aðgerðaplani fyrir árin 2009-10 og 11.

Hulda segir of snemmt að segja hversu mörgum verður sagt upp störfum og hversu mikið laun verða lækkuð.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×