Innlent

Bráðabirgðasamningur við Færeyinga undirritaður

Jóannes Eidesgaard  Árni Mathiesen undirrituðu bráðabirgðasamninginn í dag.
Jóannes Eidesgaard Árni Mathiesen undirrituðu bráðabirgðasamninginn í dag.
Fjármálaráðherra Færeyja, Jóannes Eidesgaard, og fjármálaráðherra Íslands, Árni Mathiesen, undirrituðu á hádegi í dag, þriðjudag, bráðabirgða lánssamninginn milli færeysku landsstjórnina og íslensku stjórnina.

Samið er um að fyrstu árin verði ekki greitt af höfuðsstól lánsins, aðeins vextir, og síðan verður samið á ný hvernig lánið verður endurgreitt. Vextirnir verða ákveðnir 1. desember ár hvert og verða þeir sömu og Landsstjórn Færeyja greiðir fyri lán.

„Þetta er nýtt og ánægjulegt hlutverk fyrir Færeyjar. Það er ánægjulegt að vera fjármálaráðherra Færeyja og geta rétt fram hjálparhönd. Ef einhver veit hvað það þýðir fyrir land að vera í kreppu, þá eru það við. Það eru aðeins 16 ár síðan við vorum sjálf í erfiðri kreppu," segir fjármálaráðherra Færeyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×