Erlent

Eric Holder verður dómsmálaráðherra Obama

Eric Holder
Eric Holder MYND/AFP
Fullyrt er að Eric Holder verði dómsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Barack Obama þegar hann tekur við sem forseti Bandaríkjanna í janúar.

Samþykki öldungardeildin útnefninguna verður Holder fyrsti blökkumaðurinn sem gegnir embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.

Holder var aðstoðardómsmálaráðherra í ríkisstjórn Bill Clintons og jafnframt starfandi dómsmálaráðherra eftir að George W. Bush tók við sem forseti árið 2000 á meðan að öldungardeildin samþykkti John Ashcroft sem ráðherra dómsmála.

Holder er 57 ára lögfræðingur og stundaði nám í Columbia-háskólanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×