Fleiri fréttir

Svört lungu á sígarettupakka?

Heimilt verður setja myndir af svörtum lungum, æxlum og frekari óhugnaði á sígarettupakka hér á landi ef nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir nær fram að ganga.

Þáði kakó og stal bíl

Víða er hægt að gera kostakaup á bílum þessa dagana. Það dugði þó ekki manni sem kom til að skoða bíla hjá Bílahúsinu á Laugardag. Hann vildi fá sinn frítt.

Krefst erlendrar rannsóknar á störfum Seðlabankans

Davíð Odddsson seðlabankastjóri krefst þess að fram fari ítarleg rannsókn á vegum erlendra aðila á störfum Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Komi í ljós að mistök hafi verið gerð þurfi ekki að reka neinn, menn muni segja af sér.

Fimmtán hross sluppu í bruna í Þykkvabæ

Nýlega uppgert íbúðarhús gjör eyðilagðist í eldi í Þykkvabæ í nótt. Íbúarnir voru ekki heima en minnstu munaði að fimmtán hross yrðu reyk að bráð.

Ekið á konu í Breiðholti

Ekið var á konu sem var á göngu á mótum Stekkjabakka og Álfabakka í Breiðholti nú á níunda tímanum.

Vonast til að Rasmussen læri af Obama

Danir binda miklar vonir við að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra dragi lærdóm af Barack Obama, nýkjörnum Bandaríkjaforseta, í efnahags-, öryggis- og umhverfismálum.

Mannfjöld á borgarafundi á NASA í gær

Um það bil sjö hundruð manns mættu á opinn borgarafund, sem haldinn var á NASA í gærkvöldi um ástandið í þjóðfélaginu, og komust ekki fleiri í húsið.

Lést í flugi

Indverskur karlmaður lést um borð í farþegavél, sem var á leið frá Moskvu til Toronto í Kanada í gærkvöldi og lenti vélin á Keflavíkurflugvelli þegar ljóst var að maðurinn hafði fengið hjartaáfall.

Handtekinn með falsað vegabréf

Útlendingur var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að í ljós kom að hann var með falsað vegabréf. Hann var að koma frá Noregi sem ferðamaður og sagðist vera frá Sierra Leone en skilríkin reyndust fölsuð.

Koma til Íslands í augnaðgerðir

Útlendingar, einkum Færeyingar, eru farnir að leggja leið sína hingað til lands til að fara í laser-augnaðgerðir þar sem þær eru orðnar mun ódýrari hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum vegna gengislækkunar krónunnar.

Skorar á fólk að nýta aðstoð einungis í neyð

Pétur Blöndal alþingismaður segir að einungis þeir sem þurfi nauðsynlega á þeim aðgerðum að halda sem ríkisstjórnin kynnti á föstudag til að verja heimilin, eigi að nýta sér þær. Með aðgerðunum vill ríkisstjórnin koma til móts við skuldsett heimili og fólk sem sjái fram á verulega skertar tekjur vegna uppsagna.

Fjármálaráðherra hefur íhugað afsögn

Árni Mathiesen segist hafa íhugað að segja af sér sem fjármálaráðherra vegna yfirstandandi efnahagsþrenginga. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag fyrr í kvöld þar sem Árni var gestur Sölva Tryggvasonar.

Einkavæðing bankanna voru ekki mistök

Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi ekki verið mistök að einkavæða bankanna. Valgerður var viðskiptaráðherra þegar Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru seldir til einkaðila.

Afsagnahefð innan Framsóknarflokksins

,,Það að verða hefð innan Framsóknarflokksins að forystumenn hans fari frá með þessum hætti. Finnur Ingólfsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Árni Magnússon, Halldór Ásgrímsson og Jón Sigurðsson fóru öll út úr stjórnmálum með skömmum fyrirvara," segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnamálfræði við Háskóla Íslands, um þá þá ákvörðun Guðna Ágústssonar að hætta sem formaður Framsóknarflokksins.

Atvinnumálin mikilvægust segir nýr þingmaður Framsóknarflokksins

Eygló Harðardóttir, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, hyggst taka sæti á Alþingi í stað Guðna Ágústssonar sem sagði af sér þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum í dag. ,,Staðan er þannig í þjóðfélaginu að enginn getur skorast undan ábyrgð."

Guðni lækkar í launum þegar hann fer á eftirlaun

Í frétt Vísis í dag og á Stöð 2 í kvöld var því haldið fram að Guðni Ágústsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins og fyrrveradni þingmaður, fengi hærri laun á eftirlaunum á næsta ári heldur en hann þiggur í dag. Það er rangt og biður Vísir Guðna afsökunar á því.

Leiðinlegra og svipminna Alþingi

Alþingi verður svipminna og leiðinlegra eftir að Guðni Ágústsson hverfur þaðan, að mati Björns Bjarnasonar ráðherra dóms- og kirkjumála.

Utanríkisráðherra Færeyja heimsækir Ísland

Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja, kemur ásamt eiginkonu sinni til Íslands í dag í opinbera heimsókn í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra.

Óvíst með tónlistar- og ráðstefnuhúsið

Hvort eða hvenær framkvæmdir við byggingu tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn klárast, er ekki ljóst, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri. Þá segir hún heldur ekki ljóst hvað framkvæmdirnar muni kosta eða hver borgi brúsann.

Landsmenn skulda að meðaltali 4,5 milljón vegna bankahrunsins

Íslendingar verða ein skuldsettasta þjóð veraldar í vikulok gangi stjórnvöldum allt að óskum. Upphæð lánanna sem sóst er eftir hljóðar upp á ríflega 1.400 milljarða króna. Það þýðir að vegna bankahrunsins tekur hver Íslendingur á sig fjórar og hálfa milljón í skuld.

Harður árekstur í Hafnarfirði

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á mótum Fjarðahrauns og Hólshrauns í Hafnarfirði skammt frá verslun Fjarðakaupa nú um fimmleytið.

Útvarpsstjóri skorar á Skjáinn að koma með kröfurnar

„Ég skil ekki alveg af hverju þeir eru að tilkynna okkur um að þeir muni innan skamms leggja fram einhverjar kröfur. Af hverju leggja þeir þá ekki bara fram þessar kröfur," segir Páll Magnússon útvarpsstjóri.

Þurfum fimm milljarða dollara en ekki sex

Fjármögnungarþörf ríkisins vegna hinna miklu efnahagsþrengina er ekki sex milljarðar dollara heldur fimm milljarðar. Tveir milljarðar koma frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og afgangurinn frá hinum norrænu ríkjunum og Póllandi ásamt fleiri löndum. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum.

Björn Ingi útilokar framboð

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Markaðarins og fyrrverandi formaður borgarráðs, útilokar framboð til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem haldið verður í janúar.

Guðni hefði átt að finna nýja foringja

Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segist hafa áhyggjur af flokknum. Hann segir það þó ekki hafa komið sér á óvart að Guðni Ágústsson hafi sagt af sér formennsku í Framsóknarflokknum í dag.

Búddistar fá lóð undir hof í Hádegismóum

Skipulagsráð hefur samþykkt að úthluta Búddistafélagi Íslands lóð við Hádegismóa undir búddahof. Sú ákvörðun var tekin á fundi ráðsins í síðustu viku og bíður nú staðfestingar borgarráðs.

Reyndi bankaeftirlitsmaðurinn er finnskur

Eins og Vísir sagði frá fyrr í dag hefur Ásmundur Stefánsson fyrrum ríkissáttasemjari verið ráðinn í stöðu virts bankasérfræðings og á að sjá um endurskipulagningu bankanna.

Samkomulag vegna Icesave og IMF fara fyrir þing

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að bæði viljayfirlýsing við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og samningar vegna Icesave-deilunnar verði lagðir fyrir Alþingi til samþykktar. Þetta kom fram í umræðum við upphaf þingfundar í dag.

Segir hóp á vegum Valgerðar hafa gert aðför að Guðna

Bjarni Harðarson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir afsögn formannsins vera afar slæm tíðindi fyrir flokkinn. Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku í dag og lét einnig af störfum sem formaður flokksins. Bjarni vissi af ákvörðun Guðna fyrir um hálfum sólarhring og segist styðja hann heilshugar rétt eins og Guðni gerði í síðustu viku, þegar Bjarni sagði af sér þingmennsku.

Skjárinn krefur RÚV um skaðabætur

LOGOS lögmannsþjónusta hefur sent Ríkisútvarpinu bréf þar sem fram kemur að Skjárinn muni innan skamms leggja fram kröfu um umtalsverðar skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða RÚV á auglýsingamarkaði.

Ekki búið að tímasetja ESB-aðildarumsókn

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segist ekki kannast við að íslensk stjórnvöld hafi nefnt einhverjar tímasetningar vegna umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

Sjá næstu 50 fréttir