Innlent

Guðna þakkað fyrir störf í þágu flokks og þjóðar

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson.

Framsóknarfélag Garðabæjar og Álftaness þakkar Guðna Ágústssyni gifturík störf í þágu þjóðar þau rúmlega 20 ár sem hann hefur átt sæti á Alþingi. Þetta kemur fram í ályktun sem almennur félagsfundur félaganna samþykkti í kvöld.

Þar segir jafnframt að Guðni hafi tekið við formennsku í Framsóknarflokknum á afar erfiðum tímum í kjölfar kosningaósigurs og í ,,störfum sínum sýndi hann mikinn drengskap og heiðarleika í öllum samskiptum, en slíkt telst til mikilla mannkosta í stjórnmálastarfi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×