Innlent

Varaði við lögum sem brjóta gegn stjórnarskránni

Atli Gíslason, þingmaður VG.
Atli Gíslason, þingmaður VG.

,,Þetta er hneyksli. Mér finnst ömurlegt að vera á þingi sem lögfræðingur og þurfa að þola svona. Það er ömurleg tilfinning. Það er grunnskylda þingmanna að standa vörð um stjórnarskrána," segir Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna um lög sem samþykkt voru á Alþingi í seinustu viku sem fela í sér breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki.

Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, sagði í Íslandi í dag fyrr í kvöld að lögin brjóti gegn stjórnarskránni. Hann fullyrti að þingmenn hafi vísvitandi brotið gróflega gegn stjórnarskránni vegna þess að í lögunum sé ákvæði sem banni að mál sé höfðað gegn fjármálafyrirtækjum ef þau fara í greiðslustöðvun.

,,Ég er algjörlega sammála Ragnari eða hann mér," segir Atli og bætir við að þingflokkur Vinstri grænna hafi barist harkalega gegn því að lögin yrðu sett.

Atli og Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, fóru á fund Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis, á fimmtudaginn og vöruðu við lögunum og fóru fram á að málinu yrði frestað ,,Því var hafnað."

,,Aðvörunarorðin voru flutt," segir Atli.








Tengdar fréttir

Þingmenn brutu vísvitandi stjórnarskrána

Lög sem samþykkt voru á Alþingi í seinustu viku sem fela í sér breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki brjóta gegn stjórnarskrá Íslands, að mati Ragnars H. Hall hæstaréttarlögmanns. Hann var gestur Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag fyrr í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×