Innlent

Stjórnmálin verða að vera hafin yfir allan grun um spillingu

,,Tafarlaust þarf að hreinsa til í stjórn- og fjármálakerfum þjóðarinnar svo þau verði hafin yfir allan grun um spillingu," segir í ályktun Samfylkingarfélagsins í Skagafirði.

Stjórnvöld verða að sýna almenningi þá virðingu að leggja málin fram fyrir þjóð og þing, að mati félagsins. Krafan er að þau samræðustjórnmál sem Samfylking stendur fyrir verði ástunduð af íslenskum stjórnvöldum.

,,Efnahags- og atvinnustefnu þjóðarinnar verður að endurskoða og hleypa í hana nýju blóði með jafnræði, nýsköpun og frumkvæði. Krafan er um ábyrgð gagnvart landi og þjóð með sjálfbærni að leiðarljósi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×