Innlent

Borgarstjórn samþykkir 6 milljarða króna lánsheimild

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur að tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, samþykkt að taka lán fyrir borgina upp á 5,8 milljarða króna til allt að 25 ára með skuldabréfaútboði.

Tillaga þessa efnis var samþykkt á borgarstjórnarfundi nú á þriðja tímanum. Gert er ráð fyrir heimild fyrir fjármálastjóra til að haga útboðinu með sem hagkvæmustum hætti fyrir borgina.

Lánið verður notað til að fjármagna framkvæmdir í borginni á næsta ári og er í samræmi við þær áherslur sem lagðar voru í aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna breytinga í efnahagsumhverfinu. Haft er eftir Óskari Bergssyni, formanni borgarráðs og framkvæmda- og eignaráðs, að mikilvægt sé að ráðast í mannaflsfrek verkefni í nýframkvæmdum og viðhaldi. Hins vegar verði framkvæmdum eða verkefnum sem geta beðið eða kalla á aukinn rekstrarkostnað frestað eða dregið úr kostnaði vegna þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×