Fleiri fréttir Brutu rúðu á heimili lögreglumanns til að hefna fyrir afskipti Par sem lögreglan í Vestmannaeyjum hafði afskipti af um helgina undi því heldur illa eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar. Lögreglumaður hafði haft afskipti af því aðfaranótt laugardagsins en að morgni þess dags var rúða brotin á heimili lögreglumannsins. 365 4.11.2008 09:41 Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi vilja í ESB Kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi vill að hafnar verði viðræður við Evrópusambandið um aðild að sambandinu og upptöku evru. Þetta kemur fram í ályktun frá þinginu sem samþykkt var í gærkvöld. 4.11.2008 09:06 Sektir fyrir að láta ekki skoða ökutæki taka gildi eftir áramót Þeir sem vanrækja það að fara með ökutæki í skoðun á réttum tíma gætu þurft að greiða 15 þúsund króna sekt eftir áramót þegar ný ákvæði í umferðarlögum taka gildi. Umferðarstofa vekur athygli á þessu í tilkynningu. 4.11.2008 08:45 Róstur og reiði í netheimum Netið er verkfæri og eins og önnur verkfæri er hægt að misnota það, ályktar prófessor í heilbrigðisfræðum við St. Joseph´s-háskólann. 4.11.2008 08:21 Eldur í ruslatunnum við Fiskislóð Eldur var kveiktur í stórum ruslatunnum við húsvegg við Fiskislóð á Grandanum í Reykjavík í nótt. 4.11.2008 08:12 Skothríð í Nørrebro-hverfinu Tuttugu og fjórum skotum var hleypt af sjálfvirku skotvopni í Nørrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. 4.11.2008 07:24 Óheppinn og óhefðbundinn ræningi Ræningi nokkur í Frederikssund í Danmörku fékk það óþvegið í gær þegar hann lagði til atlögu við fyrrverandi boxkempu. 4.11.2008 07:23 Áróðursstjóri al-Kaída í lífstíðarfangelsi Al-Kaída-áróðursstjórinn Ali Hamza al-Bahlul var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær af herdómstól Bandaríkjamanna í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu. 4.11.2008 07:19 Fyrstu tölur Obama í vil Fyrstu tölur frá bandarísku forsetakosningunum eru Barack Obama í vil en hann hefur tryggt sér atkvæði fimmtán kjörmanna af tuttugu og einum í þorpinu Dixville Notch í New Hampshire-ríki. 4.11.2008 07:18 Styttri viðbragðstími til óttasleginna fórnarlamba Viðbragðstími bresku lögreglunnar er mun styttri þegar hún fer í útköll til fórnarlamba innbrota sem bera sig illa en til þeirra sem virðast kokhraust. 4.11.2008 07:15 Ólöglegum innflytjanda ekki vísað úr landi af mannúðarástæðum Ólöglegum innflytjanda í Bretlandi sem varð þarlendum rithöfundi að bana verður ekki vísað úr landi af mannúðarástæðum. 4.11.2008 07:13 Innbrotsþjófar víða á ferð í nótt Hrina innbrota gekk yfir höfuðborgarsvæðið í nótt og náði lögreglan nokkrum þjófum. Innbrotsþjófur var gripinn í íbúð við Vesturgötu þar sem hann ætlaði að stela fartölvu, bókum og fleiru. Húsráðandi vaknaði og gat hringt í lögreglu. 4.11.2008 07:08 Staðan: Obama 323 - McCain 155 Barack Obama er næsti forseti Bandaríkjanna að því er fréttasöðvarnar CBS og CNN segja. Nú fyrir stundu var tilkynnt um að Obama hefði tryggt sér þá 55 kjörmenn sem í boði eru í Kalíforníu auk þeirra 27 sem eru í Flórída. Hann er því með 323 kjörmenn. 4.11.2008 01:45 Yfirlögregluþjónn í lögleysu á fjöllum Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, fór á fjórhjóli til rjúpnaveiða síðastliðinn laugardag í Sanddalstungu skammt hjá Norðurárdal. Slíkt er ólöglegt, að mati Ívars Erlendssonar, meðstjórnanda í Skotveiðifélagi Íslands (Skotvís). Jón varð síðar fyrir því óláni að fótbrjóta sig þar um slóðir. 4.11.2008 00:01 Bradley áhrifin gætu fellt Obama Samkvæmt útgönguspám hefur Barack Obama töluvert forskot á John McCain keppinaut sinn. Svokölluð Bradley áhrif gætu þó sett strik í reikninginn, sem stundum er líka kölluð Wilder áhrifin. 4.11.2008 00:01 Innanríkisráðherra Mexíkó lést í flugslysi Talið er að Juan Camilo Mourino innanríkisráðherra Mexíkó hafi verið í lítilli flugvél sem hrapaði í Mexíkóborg nú í kvöld. Vélin brotlenti á háannatíma á umferðargötu og talið er að sex hafi látið lífið. Það er Mexíkósk útvarpsstöð sem sagði frá þessu í kvöld. Sjónvarpsstöð þar í landi sagði einnig að Mourino hafi verið um borð. 4.11.2008 00:01 Amma Obama lést úr krabbameini Barack Obama forsetaframbjóðandi demókrataflokksins upplýsti nú í kvöld að amma sín hefði látist úr krabbameini á Hawai. Fyrir um viku síðan gerði Obama hlé á kosningabaráttu sinni til þess að kveðja hana á heimili hennar á Hawai. 3.11.2008 22:22 Segir Ólaf Ragnar Grímsson vera klappstýru auðmannanna Hannes Hólmsteinn Gissurarson er harðorður í garð þeirra auðmanna sem eiga fjölmiðlana á Íslandi. Í viðtali hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu í dag sagði hann Ólaf Ragnar Grímsson vera klappstýru auðmannanna og sakaði fjölmiðlamenn á Ríkisútvarpinu um meðvirkni og hræðslu í garð auðmanna. 3.11.2008 21:00 Búið að handtaka innbrotsþjóf Pálma - nýsloppinn úr fangelsi Lögreglan handtók í dag Jón Einar Randversson sem braust inn á heimili Pálma Haraldssonar eiganda Securitas um miðjan dag í gær. Vísir sagði frá innbrotinu fyrr í dag og birti mynd af innbrotsþjófinum úr öryggismyndavél á heimili Pálma. Jón Einar hlaut sex mánaða fangelsisdóm árið 2007 en hann var m.a hluti af svokölluðu Árnesgengi sem fór í ránsferð um landið. Sá dómur bættist við fjórtán mánaða dóm sem Jón hlaut í nóvember árið 2006 vegna líkamsárása og fleiri dóma. Hann fótbraut einnig Hákon Eydal í árás innan veggja Litla Hrauns á þessu ári. 3.11.2008 20:17 Framsóknarmenn vilja að forsætisráðherra segi af sér Framsóknarfélag Akranes lýsir miklum áhyggjum að stórauknu atvinnuleysi, aukinni verðbólgu, falli krónunnar og hruni fjármálakerfisins. Framsóknarfélag Akranes leggur áherslu á mikilvægi öflugs atvinnulífs, nýsköpunar og þróunar. Framsóknarfélag Akranes hvetur stjórnvöld til þess að beita öllum tiltækum úrræðum til að koma í veg fyrir yfirvofandi gjaldþrot heimila og fyrirtækja. 3.11.2008 21:40 Víða hálka á Suðurlandi Það eru víða hálkublettir eða jafnvel hálka á Suðurlandi. Vegur er þó auður bæði á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru á Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði þar sem einnig er éljagangur , en að öðru leyti eru vegir auðir á Vesturlandi. 3.11.2008 22:15 Segir misskilnings gæta um hlutverk Valtýs og Boga Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir misskilnings gæta um hlut Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara og Boga Nilssonar, fyrrverandi ríkissaksóknara, um að verkefni þeirra sé að rannsaka eða stjórna rannsókn einstakra mála, sem kunna að spretta af hruni bankanna og vísað er til lögreglu. 3.11.2008 21:21 Landsframleiðsla rýrnar um 116 milljarða Landsframleiðslan mun rýrna um 116 milljarða vegna hruns bankakerfisins. Fyrir það fé væri unnt að greiða fyrir allt almannatrygingakerfið og gott betur. 3.11.2008 18:45 Lokaspretturinn í kosningabaráttunni Allt bendir til þess að á morgun verði blökkumaður maður kjörinn forseti Bandaríkjanna, í fyrsta skipti í tvöhundruð þrjátíu og tveggja ára sögulandsins. 3.11.2008 18:41 Náinn vinur Kjartans fær 1,2 milljónir í þóknun frá OR Náinn vinur og stuðningsmaður Kjartans Magnússonar, varaformanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, fær 1,2 milljónir króna í þóknun á hverjum mánuði fyrir ráðgjafastörf sem hann innir af hendi fyrir Reykjavík Energy Invest. 3.11.2008 18:30 Afskrifuðu 50 milljarða skuldir æðstu stjórnenda Kaupþings Skuldir æðstu stjórnenda Kaupþings vegna hlutabréfakaupa í bankanum voru afskrifaðar skömmu fyrir þjóðnýtingu bankans. Upphæðin sem um ræðir eru fimmtíu milljarðar króna. 3.11.2008 18:30 Oxford bannar jól Bæjaryfirvöld í Oxford í Bretlandi hafa ákveðið að nota ekki orðið „jól" yfir hátíðarhöld á sínum vegum í desember. Í staðinn munu hátíðarhöldin sem sumir kalla jól ganga undir nafninu „Vetrarljósahátíð". 3.11.2008 17:21 Tíu prósent óku of hratt á vinnusvæði á Reykjanesbraut Tíu prósent ökumanna sem óku um framkvæmdasvæði á Reykjanesbraut við Arnarnesveg á einni klukkustund óku of hratt samkvæmt mælingu lögreglunnar. 3.11.2008 17:13 Takmörkun á eignarhaldi er pólitísk ákvörðun Ákvörðun um takmörkun á eignarhaldi fjölmiðla er pólitísks eðlis, segir Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður. Eins og komið hefur fram hefur stjórn 365 hf samþykkt að selja Rauðsól, félagi í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fjölmiðlahluta 365 auk 36,5% hlut í Árvakri. 3.11.2008 16:57 3500 þakklátir Færeyingum Meira en 3500 manns hafa ritað nafn sitt á vefsíðu þar sem Færeyingum er þakkað fyrir veitta aðstoð. 3.11.2008 16:41 Um 2500 manns sagt upp í fjöldauppsögnum í síðasta mánuði Um 2500 manns var sagt upp í hópuppsögnum í nýliðnum októbermánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. 3.11.2008 16:39 Norðmenn lána Íslendingum 80 milljarða króna Norðmenn munu lána Íslendingum 4,2 milljarða norskra króna, jafnvirði um 80 milljarða íslenskra króna, vegna efnahagskreppunnar. 3.11.2008 16:27 Vatnssala Jóns á áætlun ,,Salan hefur gengið ágætlega og það er allt samkvæmt áætlun. Við búum við sömu vandamál og aðrir og auðvitað finnum við fyrir því að Ísland er ekki eins vinsælt," segir Jón Ólafsson einn af eigendum Icelandic Water Holdings sem rekur átöppunarverksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi. 3.11.2008 16:00 Átökin kristallast í Davíð og Þorgerði Katrínu ,,Ástandið í Sjálfstæðisflokknum kristallast í átökunum milli Davíðs seðlabankastjóra og Þorgerðar Katrínar varaformanns flokksins. Þau senda spjótin á víxl hvort á annað," segir Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins á heimasíðu sinni. 3.11.2008 15:56 90 prósentum færri bílar nýskráðir seinni hluta október Síðustu tvær vikurnar í októbermánuði voru 110 ökutæki nýskráð í landinu. Það er einungis um tíu prósent af því sem skráð var á sama tíma í fyrra en þá voru ökutækin nærri 1100. 3.11.2008 15:56 Brotist inn hjá eiganda Securitas Brotist var inn á heimili Pálma Haraldssonar kaupsýslumanns um miðjan dag í gær. „Þetta var óheppnasti innbrotsþjófur í heimi," segir Pálmi. Hann bendir á að myndavélar séu í hverju horni á heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur. 3.11.2008 15:45 Sektaðir fyrir fíkniefnaakstur á Suðurlandsvegi Tveir menn voru í dag sektaðir um samtals 450 þúsund krónur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir umferðarlaga- og fíkniefnabrot í sumar. Annar mannanna var tekinn á Suðurlandsvegi, austan við Strönd á Rangárvöllu. 3.11.2008 15:43 Mánaðarfangelsi fyrir fíkniefnaakstur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins mánaðar fangelsi og svipt hann ökuleyfi ævilanGt fyrir að hafa ekið bifreið í tvígang undir áhrifum fíkniefna. 3.11.2008 15:32 Segir verulegan árangur hafa náðst í kynferðisbrotamálum gegn börnum Barnahús hefur svo sannarlega sannað gildi sitt á þeim tíu árum sem það hefur starfað. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra í ávarpi sínu, 3.11.2008 14:31 Samið um markalínur vegna olíumála Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Jónas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, undirrituðu í dag samning milli landanna um kolvetnisauðlindir, eins og olíu og gas, sem kunna að liggja yfir markalínur. 3.11.2008 14:29 Vilja að dómari víki í máli Jóns Til stóð að munnlegur málflutningur yrði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag um frávísunarkröfu Jóns Ólafssonar athafnamanns og þriggja annarra á ákæru um skattalagabrot. Þinghaldið tók breytta stefnu þegar fyrri frávísunarkrafa var ekki til meðferðar heldur önnur og ný. 3.11.2008 14:20 Norðmenn tilbúnir að miðla málum í deilu Íslendinga og Breta Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, segir Norðmenn tilbúna til þess að miðla málum í deilu Íslendinga og Breta vegna Icesave-reikninganna. Þetta kom fram á blaðamannafundi hans og Geirs H. Haarde forsætisráðherra eftir fund þeirra í Ráðherrabústaðnum í dag. 3.11.2008 14:05 Sektaðir fyrir árás í garðyrkjustöð Héraðsdómur Suðurlands hefur sektað tvo átján ára pilta um 60 þúsund krónur hvorn fyrir að hafa í sameiningu ráðist á þriðja manninn með höggum í garðyrkjustöð í Laugarási. 3.11.2008 13:58 Eigendum fjölmiðla hættir til að nýta þá í eigin þágu „Við verðum að horfast í augu við það að ef til ber þetta samfélag sem við búum í ekki þá fjölmiðla sem við vildum gjarnan bera," segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. 3.11.2008 13:44 Rándýrum heimilstækjum stolið úr bústöðum Lögreglan á Selfossi leitar nú innbrotsþjófs eða -þjófa sem létu greipar sópa í tveimur sumarbústöðum og gróðrastöð í liðinni viku. Þannig var brotist inn í sumarbústað í landi Efri Reykja í Bláskógabyggð einhvern tíma frá þriðjudegi til fimmtudags og þaðan stolið heimilstækjum að verðmæti á milli 700 og 800 þúsund króna. 3.11.2008 13:27 Sjá næstu 50 fréttir
Brutu rúðu á heimili lögreglumanns til að hefna fyrir afskipti Par sem lögreglan í Vestmannaeyjum hafði afskipti af um helgina undi því heldur illa eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar. Lögreglumaður hafði haft afskipti af því aðfaranótt laugardagsins en að morgni þess dags var rúða brotin á heimili lögreglumannsins. 365 4.11.2008 09:41
Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi vilja í ESB Kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi vill að hafnar verði viðræður við Evrópusambandið um aðild að sambandinu og upptöku evru. Þetta kemur fram í ályktun frá þinginu sem samþykkt var í gærkvöld. 4.11.2008 09:06
Sektir fyrir að láta ekki skoða ökutæki taka gildi eftir áramót Þeir sem vanrækja það að fara með ökutæki í skoðun á réttum tíma gætu þurft að greiða 15 þúsund króna sekt eftir áramót þegar ný ákvæði í umferðarlögum taka gildi. Umferðarstofa vekur athygli á þessu í tilkynningu. 4.11.2008 08:45
Róstur og reiði í netheimum Netið er verkfæri og eins og önnur verkfæri er hægt að misnota það, ályktar prófessor í heilbrigðisfræðum við St. Joseph´s-háskólann. 4.11.2008 08:21
Eldur í ruslatunnum við Fiskislóð Eldur var kveiktur í stórum ruslatunnum við húsvegg við Fiskislóð á Grandanum í Reykjavík í nótt. 4.11.2008 08:12
Skothríð í Nørrebro-hverfinu Tuttugu og fjórum skotum var hleypt af sjálfvirku skotvopni í Nørrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. 4.11.2008 07:24
Óheppinn og óhefðbundinn ræningi Ræningi nokkur í Frederikssund í Danmörku fékk það óþvegið í gær þegar hann lagði til atlögu við fyrrverandi boxkempu. 4.11.2008 07:23
Áróðursstjóri al-Kaída í lífstíðarfangelsi Al-Kaída-áróðursstjórinn Ali Hamza al-Bahlul var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær af herdómstól Bandaríkjamanna í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu. 4.11.2008 07:19
Fyrstu tölur Obama í vil Fyrstu tölur frá bandarísku forsetakosningunum eru Barack Obama í vil en hann hefur tryggt sér atkvæði fimmtán kjörmanna af tuttugu og einum í þorpinu Dixville Notch í New Hampshire-ríki. 4.11.2008 07:18
Styttri viðbragðstími til óttasleginna fórnarlamba Viðbragðstími bresku lögreglunnar er mun styttri þegar hún fer í útköll til fórnarlamba innbrota sem bera sig illa en til þeirra sem virðast kokhraust. 4.11.2008 07:15
Ólöglegum innflytjanda ekki vísað úr landi af mannúðarástæðum Ólöglegum innflytjanda í Bretlandi sem varð þarlendum rithöfundi að bana verður ekki vísað úr landi af mannúðarástæðum. 4.11.2008 07:13
Innbrotsþjófar víða á ferð í nótt Hrina innbrota gekk yfir höfuðborgarsvæðið í nótt og náði lögreglan nokkrum þjófum. Innbrotsþjófur var gripinn í íbúð við Vesturgötu þar sem hann ætlaði að stela fartölvu, bókum og fleiru. Húsráðandi vaknaði og gat hringt í lögreglu. 4.11.2008 07:08
Staðan: Obama 323 - McCain 155 Barack Obama er næsti forseti Bandaríkjanna að því er fréttasöðvarnar CBS og CNN segja. Nú fyrir stundu var tilkynnt um að Obama hefði tryggt sér þá 55 kjörmenn sem í boði eru í Kalíforníu auk þeirra 27 sem eru í Flórída. Hann er því með 323 kjörmenn. 4.11.2008 01:45
Yfirlögregluþjónn í lögleysu á fjöllum Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, fór á fjórhjóli til rjúpnaveiða síðastliðinn laugardag í Sanddalstungu skammt hjá Norðurárdal. Slíkt er ólöglegt, að mati Ívars Erlendssonar, meðstjórnanda í Skotveiðifélagi Íslands (Skotvís). Jón varð síðar fyrir því óláni að fótbrjóta sig þar um slóðir. 4.11.2008 00:01
Bradley áhrifin gætu fellt Obama Samkvæmt útgönguspám hefur Barack Obama töluvert forskot á John McCain keppinaut sinn. Svokölluð Bradley áhrif gætu þó sett strik í reikninginn, sem stundum er líka kölluð Wilder áhrifin. 4.11.2008 00:01
Innanríkisráðherra Mexíkó lést í flugslysi Talið er að Juan Camilo Mourino innanríkisráðherra Mexíkó hafi verið í lítilli flugvél sem hrapaði í Mexíkóborg nú í kvöld. Vélin brotlenti á háannatíma á umferðargötu og talið er að sex hafi látið lífið. Það er Mexíkósk útvarpsstöð sem sagði frá þessu í kvöld. Sjónvarpsstöð þar í landi sagði einnig að Mourino hafi verið um borð. 4.11.2008 00:01
Amma Obama lést úr krabbameini Barack Obama forsetaframbjóðandi demókrataflokksins upplýsti nú í kvöld að amma sín hefði látist úr krabbameini á Hawai. Fyrir um viku síðan gerði Obama hlé á kosningabaráttu sinni til þess að kveðja hana á heimili hennar á Hawai. 3.11.2008 22:22
Segir Ólaf Ragnar Grímsson vera klappstýru auðmannanna Hannes Hólmsteinn Gissurarson er harðorður í garð þeirra auðmanna sem eiga fjölmiðlana á Íslandi. Í viðtali hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu í dag sagði hann Ólaf Ragnar Grímsson vera klappstýru auðmannanna og sakaði fjölmiðlamenn á Ríkisútvarpinu um meðvirkni og hræðslu í garð auðmanna. 3.11.2008 21:00
Búið að handtaka innbrotsþjóf Pálma - nýsloppinn úr fangelsi Lögreglan handtók í dag Jón Einar Randversson sem braust inn á heimili Pálma Haraldssonar eiganda Securitas um miðjan dag í gær. Vísir sagði frá innbrotinu fyrr í dag og birti mynd af innbrotsþjófinum úr öryggismyndavél á heimili Pálma. Jón Einar hlaut sex mánaða fangelsisdóm árið 2007 en hann var m.a hluti af svokölluðu Árnesgengi sem fór í ránsferð um landið. Sá dómur bættist við fjórtán mánaða dóm sem Jón hlaut í nóvember árið 2006 vegna líkamsárása og fleiri dóma. Hann fótbraut einnig Hákon Eydal í árás innan veggja Litla Hrauns á þessu ári. 3.11.2008 20:17
Framsóknarmenn vilja að forsætisráðherra segi af sér Framsóknarfélag Akranes lýsir miklum áhyggjum að stórauknu atvinnuleysi, aukinni verðbólgu, falli krónunnar og hruni fjármálakerfisins. Framsóknarfélag Akranes leggur áherslu á mikilvægi öflugs atvinnulífs, nýsköpunar og þróunar. Framsóknarfélag Akranes hvetur stjórnvöld til þess að beita öllum tiltækum úrræðum til að koma í veg fyrir yfirvofandi gjaldþrot heimila og fyrirtækja. 3.11.2008 21:40
Víða hálka á Suðurlandi Það eru víða hálkublettir eða jafnvel hálka á Suðurlandi. Vegur er þó auður bæði á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru á Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði þar sem einnig er éljagangur , en að öðru leyti eru vegir auðir á Vesturlandi. 3.11.2008 22:15
Segir misskilnings gæta um hlutverk Valtýs og Boga Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir misskilnings gæta um hlut Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara og Boga Nilssonar, fyrrverandi ríkissaksóknara, um að verkefni þeirra sé að rannsaka eða stjórna rannsókn einstakra mála, sem kunna að spretta af hruni bankanna og vísað er til lögreglu. 3.11.2008 21:21
Landsframleiðsla rýrnar um 116 milljarða Landsframleiðslan mun rýrna um 116 milljarða vegna hruns bankakerfisins. Fyrir það fé væri unnt að greiða fyrir allt almannatrygingakerfið og gott betur. 3.11.2008 18:45
Lokaspretturinn í kosningabaráttunni Allt bendir til þess að á morgun verði blökkumaður maður kjörinn forseti Bandaríkjanna, í fyrsta skipti í tvöhundruð þrjátíu og tveggja ára sögulandsins. 3.11.2008 18:41
Náinn vinur Kjartans fær 1,2 milljónir í þóknun frá OR Náinn vinur og stuðningsmaður Kjartans Magnússonar, varaformanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, fær 1,2 milljónir króna í þóknun á hverjum mánuði fyrir ráðgjafastörf sem hann innir af hendi fyrir Reykjavík Energy Invest. 3.11.2008 18:30
Afskrifuðu 50 milljarða skuldir æðstu stjórnenda Kaupþings Skuldir æðstu stjórnenda Kaupþings vegna hlutabréfakaupa í bankanum voru afskrifaðar skömmu fyrir þjóðnýtingu bankans. Upphæðin sem um ræðir eru fimmtíu milljarðar króna. 3.11.2008 18:30
Oxford bannar jól Bæjaryfirvöld í Oxford í Bretlandi hafa ákveðið að nota ekki orðið „jól" yfir hátíðarhöld á sínum vegum í desember. Í staðinn munu hátíðarhöldin sem sumir kalla jól ganga undir nafninu „Vetrarljósahátíð". 3.11.2008 17:21
Tíu prósent óku of hratt á vinnusvæði á Reykjanesbraut Tíu prósent ökumanna sem óku um framkvæmdasvæði á Reykjanesbraut við Arnarnesveg á einni klukkustund óku of hratt samkvæmt mælingu lögreglunnar. 3.11.2008 17:13
Takmörkun á eignarhaldi er pólitísk ákvörðun Ákvörðun um takmörkun á eignarhaldi fjölmiðla er pólitísks eðlis, segir Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður. Eins og komið hefur fram hefur stjórn 365 hf samþykkt að selja Rauðsól, félagi í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fjölmiðlahluta 365 auk 36,5% hlut í Árvakri. 3.11.2008 16:57
3500 þakklátir Færeyingum Meira en 3500 manns hafa ritað nafn sitt á vefsíðu þar sem Færeyingum er þakkað fyrir veitta aðstoð. 3.11.2008 16:41
Um 2500 manns sagt upp í fjöldauppsögnum í síðasta mánuði Um 2500 manns var sagt upp í hópuppsögnum í nýliðnum októbermánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. 3.11.2008 16:39
Norðmenn lána Íslendingum 80 milljarða króna Norðmenn munu lána Íslendingum 4,2 milljarða norskra króna, jafnvirði um 80 milljarða íslenskra króna, vegna efnahagskreppunnar. 3.11.2008 16:27
Vatnssala Jóns á áætlun ,,Salan hefur gengið ágætlega og það er allt samkvæmt áætlun. Við búum við sömu vandamál og aðrir og auðvitað finnum við fyrir því að Ísland er ekki eins vinsælt," segir Jón Ólafsson einn af eigendum Icelandic Water Holdings sem rekur átöppunarverksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi. 3.11.2008 16:00
Átökin kristallast í Davíð og Þorgerði Katrínu ,,Ástandið í Sjálfstæðisflokknum kristallast í átökunum milli Davíðs seðlabankastjóra og Þorgerðar Katrínar varaformanns flokksins. Þau senda spjótin á víxl hvort á annað," segir Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins á heimasíðu sinni. 3.11.2008 15:56
90 prósentum færri bílar nýskráðir seinni hluta október Síðustu tvær vikurnar í októbermánuði voru 110 ökutæki nýskráð í landinu. Það er einungis um tíu prósent af því sem skráð var á sama tíma í fyrra en þá voru ökutækin nærri 1100. 3.11.2008 15:56
Brotist inn hjá eiganda Securitas Brotist var inn á heimili Pálma Haraldssonar kaupsýslumanns um miðjan dag í gær. „Þetta var óheppnasti innbrotsþjófur í heimi," segir Pálmi. Hann bendir á að myndavélar séu í hverju horni á heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur. 3.11.2008 15:45
Sektaðir fyrir fíkniefnaakstur á Suðurlandsvegi Tveir menn voru í dag sektaðir um samtals 450 þúsund krónur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir umferðarlaga- og fíkniefnabrot í sumar. Annar mannanna var tekinn á Suðurlandsvegi, austan við Strönd á Rangárvöllu. 3.11.2008 15:43
Mánaðarfangelsi fyrir fíkniefnaakstur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins mánaðar fangelsi og svipt hann ökuleyfi ævilanGt fyrir að hafa ekið bifreið í tvígang undir áhrifum fíkniefna. 3.11.2008 15:32
Segir verulegan árangur hafa náðst í kynferðisbrotamálum gegn börnum Barnahús hefur svo sannarlega sannað gildi sitt á þeim tíu árum sem það hefur starfað. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra í ávarpi sínu, 3.11.2008 14:31
Samið um markalínur vegna olíumála Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Jónas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, undirrituðu í dag samning milli landanna um kolvetnisauðlindir, eins og olíu og gas, sem kunna að liggja yfir markalínur. 3.11.2008 14:29
Vilja að dómari víki í máli Jóns Til stóð að munnlegur málflutningur yrði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag um frávísunarkröfu Jóns Ólafssonar athafnamanns og þriggja annarra á ákæru um skattalagabrot. Þinghaldið tók breytta stefnu þegar fyrri frávísunarkrafa var ekki til meðferðar heldur önnur og ný. 3.11.2008 14:20
Norðmenn tilbúnir að miðla málum í deilu Íslendinga og Breta Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, segir Norðmenn tilbúna til þess að miðla málum í deilu Íslendinga og Breta vegna Icesave-reikninganna. Þetta kom fram á blaðamannafundi hans og Geirs H. Haarde forsætisráðherra eftir fund þeirra í Ráðherrabústaðnum í dag. 3.11.2008 14:05
Sektaðir fyrir árás í garðyrkjustöð Héraðsdómur Suðurlands hefur sektað tvo átján ára pilta um 60 þúsund krónur hvorn fyrir að hafa í sameiningu ráðist á þriðja manninn með höggum í garðyrkjustöð í Laugarási. 3.11.2008 13:58
Eigendum fjölmiðla hættir til að nýta þá í eigin þágu „Við verðum að horfast í augu við það að ef til ber þetta samfélag sem við búum í ekki þá fjölmiðla sem við vildum gjarnan bera," segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. 3.11.2008 13:44
Rándýrum heimilstækjum stolið úr bústöðum Lögreglan á Selfossi leitar nú innbrotsþjófs eða -þjófa sem létu greipar sópa í tveimur sumarbústöðum og gróðrastöð í liðinni viku. Þannig var brotist inn í sumarbústað í landi Efri Reykja í Bláskógabyggð einhvern tíma frá þriðjudegi til fimmtudags og þaðan stolið heimilstækjum að verðmæti á milli 700 og 800 þúsund króna. 3.11.2008 13:27