Erlent

Óheppinn og óhefðbundinn ræningi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Ræningi nokkur í Frederikssund í Danmörku fékk það óþvegið í gær þegar hann lagði til atlögu við fyrrverandi boxkempu.

Segja má að ræninginn hafi beint óhefðbundnum aðferðum þar sem hann hellti eldfimum vökva yfir blað hnífs sem hann hélt á, kveikti því næst í blaðinu og otaði logandi hnífnum að manninum. Þar var um að ræða fyrrverandi Jótlandsmeistara í þungavigt sem gerði sér lítið fyrir og sló ræningjann kaldan. Ræningjanum tókst þó að flýja af vettvangi og leitar lögregla hans nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×