Erlent

Styttri viðbragðstími til óttasleginna fórnarlamba

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þessi myndi kannski bæta viðbragðstíma bresku lögreglunnar.
Þessi myndi kannski bæta viðbragðstíma bresku lögreglunnar. MYND/UKemergency.co.uk

Viðbragðstími bresku lögreglunnar er mun styttri þegar hún fer í útköll til fórnarlamba innbrota sem bera sig illa en til þeirra sem virðast kokhraust.

Búist er við að þessi regla sé á meðal tíu vinnureglna lögreglunnar sem innanríkisráðherrann Jacqui Smith mun kunngera í dag. Þetta táknar að viðbragðstíminn ætti að vera langt innan við klukkustund þegar tilkynnandinn virðist hræddur eða illa áttaður en dæmin hafa sýnt að séu aðstæðurnar á hinn veginn geti lögregla verið allt að tvo daga á leiðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×