Erlent

Innanríkisráðherra Mexíkó lést í flugslysi

Juan Camilo Mouriño
Juan Camilo Mouriño

Juan Camilo Mourino innanríkisráðherra Mexíkó var farþegi í lítilli flugvél sem hrapaði í Mexíkóborg nú í kvöld. Vélin brotlenti á háannatíma á umferðargötu og talið er að sex hafi látið lífið, þar á meðal ráðherrann. Það er Mexíkósk útvarpsstöð sem sagði frá þessu í kvöld. Sjónvarpsstöð þar í landi sagði einnig að Mourino hafi verið um borð.

Fyrr í kvöld staðfesti Innanríkisráðuneyti Mexíkó að ráðherrann hefði ferðast frá San Luis Potosi seint í kvöld en vildi ekki segja til um það hvort hann hefði látist. Það var staðfest nú fyrir stundu.

Reuters greinir frá.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×