Fleiri fréttir

Íslenski fanginn á leið heim

Fannar Gunnlaugsson, íslendingurinn sem hefur mátt dúsa í rúman mánuð í fangelsi í Nevada í Bandaríkjunum fyrir að endurnýja dvalarleyfi sitt tveimur dögum of seint, er á leið til Íslands.

Kanómaður áfrýjar dómi vegna fjársvika

Breskur karlamaður sem dæmdur var í rúmlega sex ára fangelsi fyrir að setja dauða sinn á svið og svíkja þannig út tryggingarfé hefur ákveðið að áfrýja dómnum. Frá þessu greina breskir miðlar í dag.

Jórdanir senda Palestínumönnum vopn

Ísraelar samþykktu fyrir nokkru að Jórdanir sendu um eittþúsund nýja hríðskotariffla til öryggissveita Mahmouds Abbas, forseta Palestínu á Vesturbakkanum.

Cheney í Úkraínu

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, ræðir í dag við leiðtoga Úkraínu, eftir ferð sína til Georgíu. Cheney hefur hvatt forystumenn beggja ríkja til að leggja áherslu á aðild að NATO, en stjórnarkreppa sem blossaði upp í Úkraínu fyrr í vikunni kann að flækja fyrir því.

Fjölmenni á stuðningsfundi við ljósmæður

Talið er að nokkur hundruð manns hafi safnast saman á Austurvelli til þess að styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni. Ekkert hefur þokast í deilu ljósmæðra og ríkisins en fyrsta verkfallinu lýkur á miðnætti.

McCain boðar breytingar

John McCain þáði í gærkvöldi útnefningu repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum sem frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember. Þó að hann myndi sem forseti taka við af öðrum repúblikana, þá lagði hann áherslu á breytingar sem þyrfti að gera í Bandaríkjunum.

Hanna banar fleirum en Gústaf

Hitabeltisstormurinn Hanna sem nú stefnir á suðausturströnd Bandaríkjanna hefur þegar orðið fleiri að bana en Gústaf sem á undan kom. Á annað hundrað manns lét lífið þegar fárviðrið fór yfir Haíti.

Sakborningurinn í indverska BMW-málinu dæmdur

Sonur auðugs indversks vopnasala hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að aka yfir og verða sex manns, þar af þremur lögregluþjónum, að bana í svokölluðu BMW-máli árið 1999.

Slökkviliðsmenn styðja ljósmæður

Landssamband Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu Ljósmæðrafélags Íslands. Þetta kemur fram á ályktun sem stjórn sambandsins samþykkti í gær.

Fleiri börn á biðlista en fyrir ári

Fleiri grunnskólabörn voru á biðlista í byrjun september miðað við á sama tíma og í fyrra til að komast að á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar sem tóku til starfa í seinustu viku þegar skólahald hófst.

Belja réðst á bjarndýr

Kýrin Apple virðist ekki alveg klár á niðurröðuninni í dýraríkinu. Það er viðtekinn sannleikur að búfénaður óttast rándýr.

Ódýrari SMS-skilaboð með nýrri reglugerð ESB

Ný reglugerð Evrópusambandsins um farsímaþjónustu innan sambandsins mun gilda hér með stoð í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta staðfestir Óskar Hafliði Ragnarsson, lögfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun.

Klárlega brot að auglýsa afslátt sem er ekki

„Neytendastofa hefur sett reglur um útsölur þar sem mun ítarlegar er tekið á þessu en í lögunum [nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins],“ útskýrir Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu,

Tuttugu skoðaðir vegna gruns um fíkniefnamisferli

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fann í gær bæði fíkniefni og fjármuni sem talið er að fengnir hafi verið með fíkniefnasölu við húsleitir í nokkrum íbúðum í miðborginni í gærkvöld.

Krefjast afsagnar Árna Mathiesen

Ungliðahreyfing Vinstri grænna krefst þess að Árni Mathiesen segi af sér sem fjármálaráðherra. Ung vinstri græn vilja að einstaklingur með betri skilning á þörfum þjóðarinnar taki við og benda jafnframt á að ,,hér blasir við frábært tækifæri til að fjölga konum í ráðherraliðinu," eins og segir í tilkynningu.

Ísbjarnaskýrsla kynnt á næstu vikum

Starfshópur sem umhverfisráðherra skipaði fyrr í sumar til að vinna viðbragðsáætlun vegna hugsanlegrar landtöku hvítabjarna, skilar tillögum sínum til ráðherra á næstu vikum.

Mbeki reynir að bjarga málum í Zimbabwe

Thabo Mbeki forseti Suður-Afríku er væntanlegur til Zimbabwe á mánudag til þess að reyna að bjarga þjóðstjórnarviðræðum sem runnu út í sandinn í gær.

Ritskoðun þingmanna jaðrar við sögufölsun

Sagnfræðingafélag Íslands segir í bréfi til Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis, að það jaðri við sögufölsun þegar þingmenn gera efnis- og merkingarlegar breytingar á orðum sínum í trássi við lög og reglur sem eiga að tryggja að slíkt eigi sér ekki stað. Félagið fer fram á að Alþingi tryggi að þingmenn og starfsfólk fari í einu og öllu eftir þeim lögum sem gilda um Alþingistíðindi og líti ekki undan þegar þingmenn geri efnisbreytingar umfram þær „auðsæju og sannarlegu villur“ sem kveðið er á um í lögum um þingsköp.

Vaxandi verðbólga bitnar illa á öryrkjum

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir þungum áhyggjum sínum yfir bágri fjárhagsstöðu fjölda öryrkja og sjúklinga vegna sívaxandi verðbólgu og hækkandi verðlags á nauðsynjavörum.

Hanna og Ike næstu stormar

Hitabeltisstormurinn Hanna hefur vakið nokkurn ugg í Suðurríkjum Bandaríkjanna en þangað er talið að hann nái í nótt. Viðbúnaður er í Suður- og Norður-Karólínu auk Georgíu og er talið að Hanna sæki í sig veðrið og nái því að verða fyrsta stigs fellibylur um það leyti er hún kemur að landi.

Stemma stigu við óöld í áhorfendastúkum

Lögregla og knattspyrnufélög í Danmörku hyggjast nú taka höndum saman til að tryggja frið á stórum knattspyrnuleikjum en svo rammt er farið að kveða að áfengis- og fíkniefnaneyslu í áhorfendastúkum að til vandræða horfir.

Mótmælendur gerðu sig digra í St. Paul

Nýafstaðið flokksþing Repúblikanaflokksins í Minnesota dró að sér fleiri en eindregna stuðningsmenn Johns McCain. Lögreglan í St. Paul handtók um 250 mótmælendur í gær eftir að um eitt þúsund manns komu saman nærri miðborginni þar til að mótmæla stríðsátökum Bandaríkjamanna í Írak og víðar.

Blæs ekki byrlega hjá Boeing

Flugvélasmiðir Boeing-verksmiðjanna eru æfir af reiði eftir að verkalýðsfélag þeirra frestaði verkfallinu sem boðað hafði verið í fyrradag og ákvað þess í stað að reyna til þrautar að ná samningum.

Grunuð um aðild að tólf morðum í Mexíkó

Kúbverskt par var handtekið á strönd í Cancun í Mexíkó í gær, grunað um aðild að tólf morðum í síðustu viku. Þá fann lögregla tólf hálshöggvin lík utan við mexíkósku borgina Merida.

Skotum enn hleypt af við klúbbhús Hells Angels

Í nótt kom á ný til skotbardaga nálægt klúbbhúsi vélhjólasamtakanna Hells Angels á Amager í Kaupmannahöfn. Þetta er í annað skiptið á einni viku sem þar slær í brýnu með þeim hætti.

Húsnæðisviðskipti 70% minni en fyrir ári

Alls var 286 kaupsamningum vegna húsnæðisviðskipta þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði. Það er sjötíu prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra og 20 prósenta samdráttur frá júlímánuði í ár. Veltan í júní var hinsvegar enn lakari en í ágúst, en þá var aðeins 208 samningum þinglýst.

Ók á ofsahraða yfir hringtorg

Fólksbíll gjöreyðilagðist þegar honum var ekið yfir upphlaðið hringtorg á mótum Bæjarháls og Tunguháls í Árbæjarhverfi í Reykjavík í nótt. Ökumaður, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur.

Níu börn hafa fæðst í verkfallinu

Níu börn hafa fæðst á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut það sem af er sólarhringnum, að sögn starfsfólks þar. Síðast kom barn þar í heiminn um hálf-sex leytið í kvöld.

Breiðavíkursamtökin segjast engan trúnað hafa brotið

Lögfræðingur forsætisráðuneytisins, Páll Þórhallsson, fullyrti á fundi með stjórnarmönnum Breiðavíkursamtakanna og Ragnari Aðalsteinssyni, lögmanni þeirra, 11. ágúst síðastliðinn að frumvarpsdrögin um bætur hefðu verið kynnt í ríkisstjórn og samþykkt þar.

Þriggja ára stúlka kafnaði næstum

Minnstu munaði að þriggja ára stúlka kafnaði í handklæðahring heima hjá sér á Selfossi fyrr á þessu ári. Herdís Storgaard forstöðumaður Forvarnarhúss ráðleggur foreldrum smábarna að taka niður handklæðahringi. Hún segir margar hengingargildrur á heimilum.

Sjá næstu 50 fréttir