Innlent

Íslenski fanginn á leið heim

Fannar hefur mátt dúsa við annan mann í átta fermetra klefa í rúman mánuð.
Fannar hefur mátt dúsa við annan mann í átta fermetra klefa í rúman mánuð.

Fannar Gunnlaugsson, íslendingurinn sem hefur mátt dúsa í rúman mánuð í fangelsi í Nevada í Bandaríkjunum fyrir að endurnýja dvalarleyfi sitt tveimur dögum of seint, er á leið til Íslands.

Afi hans, Hafsteinn R. Magnússon, segist hafa heyrt í föður Fannars fyrir stundu og að hann hafi sagt honum að Fannar væri á leið heim. „Pabbi hans reyndi að hitta hann í fangelsinu í morgun til þess að láta hann fá farangur og þess háttar en honum var meinað að hitta hann," segir Hafsteinn.

„Hann fékk ekkert nema ónot frá fangelsisyfirvöldum en hann greip á það ráð að keyra út á flugvöll og sitja fyrir þeim þar. Þar hitti hann strákinn og gat komið eigum hans til hans," segir Hafsteinn. Fannar mun fljúga frá Nevada til Minneapolis og þaðan til Íslands þar sem hann lendir í fyrramálið.








Tengdar fréttir

Vonast til að Íslendingur losni úr haldi í Reno í vikunni

Vonir standa til að íslenskur karlmaður, Fannar Gunnlaugsson, sem setið hefur í fangelsi í mánuð í Bandaríkjunum fyrir að hafa skilað dvalarleyfispappírum aðeins of seint, losni úr haldi í vikunni. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×