Innlent

Í gæsluvarðhald eftir hrottalega árás á sambýliskonu

Karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á þriðjudag vegna gruns um að hann hafi gengið í skrokk á sambýliskonu sinni.

Árásin átti sér stað á þriðjudag en konan var flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús í framhaldinu.

Sambýlismaður hennar var svo handtekinn grunaður um árásina. Hann var leiddur fyrir dómara í dag sem samþykkti kröfu lögreglunnar að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á þriðjudag eða á meðan rannsókn málsins stendur yfir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×