Fullyrðingar um hótanir byggðar á misskilningi 4. september 2008 21:48 Frá Þeystareykjum. „Nei, ég hef ekkert sagt um það að við ætluðum að kæra," segir Franz Árnason, stjórnarformaður Samorku. Samorka, sem eru samtök orku- og veitufyrirtækja, skoruðu í dag á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína um að álver á Bakka og tengdar framkvæmdir fari í sameiginlegt umhverfismat. Ef ekki næðist ásættanleg niðurstaða í þeim efnum teldi stjórnin nauðsynlegt að dómstólar skæru úr um lögmæti úrskurðar Þórunnar Sveinbjarnadóttur umhverfisráðherra. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, sagði í samtali við Vísi í dag að það væri makalaust að stjórn Samorku, sem skipuð væri forsvarsmönnum stærstu orkufyrirtækja landsins sem jafnframt eru í opinberri eigu, skyldi leyfa sér að hóta stjórnvöldum að leita til dómstóla ef ákvörðunin yrði ekki endurskoðuð. Þá sagði Álfheiður að stjórn Samorku hefðu ekki fært nein rök fyrir því að úrskurður umhverfisráðherra væri ólöglegur. Franz segist aldrei hafa fullyrt neitt um að úrskurðurinn væri ólögmætur. „En ég hef sagt að hann væri óheppilegur og hefði áhrif á fyrirtæki sem ætluðu að framleiða orku. Ég hef ekki sagt að úrskuður umhverfismálaráðherra væri ólöglegur. Ég hef hins vegar sagt að hann kynni að vera ólöglegur," segir Franz. Franz segir fullyrðingar Álfheiðar um málshöfðun vera byggðar á misskilningi „Samorka leitar ekki til neins. Það gera málsaðilar," segir Franz og vísar þar til Þeyrstareykja og Landsvirkjunar. Franz tekur hins vegar skýrt fram að iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, hefði fullyrt að úrskurður umhverfisráðherra myndi ekki hafa áhrif á tímaáætlanir varðandi álver á Bakka. „Ef að öll orð sem hafa fallið um að ekkert tefðist eru rétt þá munu Þeystareykir ekkert gera," segir Franz. Verði hins vegar töf á framkvæmdum muni Þeystareykir skoða vandlega þann möguleika að leita réttar síns. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Nei, ég hef ekkert sagt um það að við ætluðum að kæra," segir Franz Árnason, stjórnarformaður Samorku. Samorka, sem eru samtök orku- og veitufyrirtækja, skoruðu í dag á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína um að álver á Bakka og tengdar framkvæmdir fari í sameiginlegt umhverfismat. Ef ekki næðist ásættanleg niðurstaða í þeim efnum teldi stjórnin nauðsynlegt að dómstólar skæru úr um lögmæti úrskurðar Þórunnar Sveinbjarnadóttur umhverfisráðherra. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, sagði í samtali við Vísi í dag að það væri makalaust að stjórn Samorku, sem skipuð væri forsvarsmönnum stærstu orkufyrirtækja landsins sem jafnframt eru í opinberri eigu, skyldi leyfa sér að hóta stjórnvöldum að leita til dómstóla ef ákvörðunin yrði ekki endurskoðuð. Þá sagði Álfheiður að stjórn Samorku hefðu ekki fært nein rök fyrir því að úrskurður umhverfisráðherra væri ólöglegur. Franz segist aldrei hafa fullyrt neitt um að úrskurðurinn væri ólögmætur. „En ég hef sagt að hann væri óheppilegur og hefði áhrif á fyrirtæki sem ætluðu að framleiða orku. Ég hef ekki sagt að úrskuður umhverfismálaráðherra væri ólöglegur. Ég hef hins vegar sagt að hann kynni að vera ólöglegur," segir Franz. Franz segir fullyrðingar Álfheiðar um málshöfðun vera byggðar á misskilningi „Samorka leitar ekki til neins. Það gera málsaðilar," segir Franz og vísar þar til Þeyrstareykja og Landsvirkjunar. Franz tekur hins vegar skýrt fram að iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, hefði fullyrt að úrskurður umhverfisráðherra myndi ekki hafa áhrif á tímaáætlanir varðandi álver á Bakka. „Ef að öll orð sem hafa fallið um að ekkert tefðist eru rétt þá munu Þeystareykir ekkert gera," segir Franz. Verði hins vegar töf á framkvæmdum muni Þeystareykir skoða vandlega þann möguleika að leita réttar síns.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira