Innlent

Sjúkraflutningamenn í Árnessýslu styðja ljósmæður

Sjúkraflutningamenn að störfum.
Sjúkraflutningamenn að störfum.

Félag sjúkraflutningamanna í Árnessýslu hefur bæst í ört stækkandi stuðningsmannahóp ljósmæðra sem standa nú í kjarabaráttu við ríkið.

Í ályktun sem sjúkraflutningamenn samþykktu í morgun kemur fram að ljósmæður hafi orðið útundan í launaleiðréttingum í röðun á launatöflum í ljósi menntunar þeirra og að nú sé kominn tími til leiðréttingar. Félagið lýsir jafnframt vonbrigðum sínum með framgöngu samninganefndar ríkisins þar sem samningatíminn hafi verið langur og næg tækifæri að ná niðurstöðu án þess að til verkfalls kæmi.

Hvetur Félag sjúkraflutningamanna í Árnessýslu samninganefnd ríkisins til að bretta upp ermarnar áður en til næsta verkfalls kemur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×