Innlent

Akureyringar minna Reykvíkinga á ábyrgð og skyldur höfuðborgar

Bæjarráð Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands, telur ástæðu til að minna borgarstjórn Reykjavíkur á ábyrgð og skyldur sem höfuðborg landsins ber gagnvart landsmönnum öllum.

Í bókun bæjarráðs frá því í gær, vegna umræðu um flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni, segir að greiðar flugsamgöngur landsbyggðarinnar til Reykjavíkur séu forsenda þess að borgin geti gegnt hlutverki sínu sem höfuðborg landsins alls.

Akureyringar segja að ef innanlandsflugvöllur verði fluttur úr miðborginni sé verið að takmarka aðgengi landsbyggðarfólks að miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, viðskipta og ekki síst Landspítala háskólasjúkrahúsi með því að lengja ferðatíma til borgarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×