Innlent

Tóku skóflustungu að Lækningaminjasafni á Seltjarnarnesi

Fyrsta skóflustungan að byggingu Lækningaminjasafns Íslands við Nesstofu á Seltjarnarnesi var tekin í morgun. Kostnaður við bygginguna er áætlaður um 400 milljónir króna.

Stefnt er að því að safnið verði tekið í notkun árið 2010 en það verður 1.600 fermetrar að stærð. Menntamálráðherra, bæjarstjóri Seltjarnarness, þjóðminjavörður, formaður Læknafélags Íslands og ritari læknafélags Reykjavíkur tóku sameiginlega fyrstu skóflustungu að byggingunni í morgun en um er að ræða samstarfverkefni þessara aðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×