Erlent

Blæs ekki byrlega hjá Boeing

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Flugvélasmiðir Boeing-verksmiðjanna eru æfir af reiði eftir að verkalýðsfélag þeirra frestaði verkfallinu sem boðað hafði verið í fyrradag og ákvað þess í stað að reyna til þrautar að ná samningum.

Um það bil helmingur þeirra sem boðað höfðu verkfall mættu ekki á vaktir í gærkvöldi en talsmenn Boeing segjast nú munu reyna til þrautar að ná samningum fyrir helgi. Ekki eru þó allir bjartsýnir á að það takist en 87 prósent flugvélasmiðanna eru fylgjandi verkfallsaðgerðum semjist ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×