Innlent

Fjórar kynslóðir taka til máls á baráttufundi á Austurvelli

Ófrísk kona, 9 ára dóttir, langamma og eldri móðir munu allar taka til máls í dag á baráttufundi á Austurvelli í dag kl. 12.15 til stuðnings ljósmæðrum.

Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum samstöðunnar að þess verði krafist að gengið verði til samninga við ljósmæður nú þegar en verkfall þeirra hefur staðið í á annan sólarhring og ekkert þokast í samkomulagsátt. „90 ára bið eftir leiðréttingu er ærin og þessi elsta starfsstétt íslenskra kvenna hrynur ef uppsagnir taka gildi," segir í tilkynningunni.

Þar er einnig bent á að að undanskildum dýralæknum uppfylli engin háskólastétt jafn miklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt, sex ára háskólanám. „Samt eru ljósmæður í 7. neðsta sæti meðal 24 BHM félaga í launasetningu. Hér er aðeins beðið um leiðréttingu í samræmi við aðrar stéttir með sambærilega menntun. Sambærileg ábyrgð, hver er hún? 10 milljónir á mánuði eru ekki íslensku samfélagi ofviða?" segja stuðningsmenn ljósmæðra.






Tengdar fréttir

Krefjast afsagnar Árna Mathiesen

Ungliðahreyfing Vinstri grænna krefst þess að Árni Mathiesen segi af sér sem fjármálaráðherra. Ung vinstri græn vilja að einstaklingur með betri skilning á þörfum þjóðarinnar taki við og benda jafnframt á að ,,hér blasir við frábært tækifæri til að fjölga konum í ráðherraliðinu," eins og segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×