Innlent

Krefjast afsagnar Árna Mathiesen

Auður Lilja Erlingsdóttir, varaþingmaður, er formaður Ung vinstri grænna.
Auður Lilja Erlingsdóttir, varaþingmaður, er formaður Ung vinstri grænna.

Ungliðahreyfing Vinstri grænna krefst þess að Árni Mathiesen segi af sér sem fjármálaráðherra. Ung vinstri græn vilja að einstaklingur með betri skilning á þörfum þjóðarinnar taki við og benda jafnframt á að ,,hér blasir við frábært tækifæri til að fjölga konum í ráðherraliðinu," eins og segir í tilkynningu.

Ung vinstri græn benda á að sama tíma og Árni segist ekki hafa svigrúm til að hækka laun ljósmæðra þrátt fyrir loforð ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta laun kvennastétta verji ríkisstjórnin 200 milljónum króna á ári í loftrýmiseftirlit.

Ungliðahreyfingin skorar ennfremur á ríkisstjórnina að efna gefin loforð um að leiðrétta kjör umönnunarstétta og byrja á ljósmæðrum. Undanfarna daga hafi þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu sagt að laun ljósmæðra séu óásættanleg miðað við ábyrgð og menntun. Ung vinstri græn fullyrða að þjóðin standi með ljósmæðrum og vilji að ríkisstjórnin standi við orð sín.








Tengdar fréttir

Þrengra um vik að leiðrétta laun vegna efnahagsástands

Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að vegna stöðunnar í efnahagsmálum sé þrengra um vik að gera leiðréttingar á launum ríkisstarfsmanna eins og ljósmæðra. Þetta kom fram við fyrirspurnartíma á Alþingi nú eftir hádegið þar sem yfirvofandi verkfall ljósmæðra var rætt.

Heræfingar fram yfir ljósmæður

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, sagði í umræðum á þingi fyrr í dag að ríkisstjórnin tæki heræfingar fram fyrir samning við ljósmæður.

Boðað til samstöðu við Alþingishúsið í hádeginu á morgun

Hópur hagsmunasamtaka og félaga hefur boðað til samstöðu við kjarabaráttu ljósmæðra klukkan 12.15 á morgun á Austurvelliþ. Í tilkynningu frá félögunum segir að ríkisstjórnin axli ekki ábyrgð og geri þar með yfirlýsingar og fyrirheit að engu. „Stjórnarsáttmálinn er marklaust plagg. Þarfir barnshafandi kvenna skipta ekki máli og störf ljósmæðra eru lítils virði.

Svæfinga- og skurðhjúkrunarfræðingar styðja ljósmæður

Það fjölgar stöðugt í stuðningsmannahópi ljósmæðra því nú hafa svæfingahjúkrunarfræðingar og skurðhjúkrunarfræðingar á Landspítalanum í Fossvogi lýst yfir fullum stuðningi við baráttu ljósmæðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×